Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Hafnaði tilboðum frá öðrum félögum til að taka síðasta dansinn með Klopp
Pep Lijnders
Pep Lijnders
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski þjálfarinn Pep Lijnders fékk mörg tilboð síðasta sumar en ákvað að hafna þeim til að taka síðasta dansinn með Jürgen Klopp hjá Liverpool.

Lijnders hefur verið aðstoðarmaður Klopp frá 2014. Hann var með honum frá 2014 til 2017 áður en hann tók við hollenska liðinu NEC Nijmegen ári síðar.

Dvöl hans þar entist ekki lengi og snéri hann því aftur til Liverpool, þar sem hann hefur verið síðan.

Klopp og Lijnders hætta báðir eftir tímabilið, en það stóð Hollendingnum til boða að taka við öðrum liðum síðasta sumar. Hann ákvað að hafna því.

„Nei, þetta var frekar skýrt fyrir mér og það var það þegar við áttum samtalið fyrir einhverju síðan. Það gerði mér auðveldara fyrir þegar Klopp sagði að þetta yrði síðasta tímabilið. Við vissum um sumarið að við værum að nálgast endann á þessu verkefni,“ sagði Lijnders.

„Hér er ég að tala of mikið um sjálfan mig. Við spilum úrslitaleik eftir 48 klukkutíma og erum að tala um brottför Jürgen. Ég skil það og mér finnst ég þegar hafa gefið svör í viðtölum. Við töluðum saman og á síðasta ári fékk ég tilboð þar sem hjarta mitt sagði já, en hollusta, virðing og vinátta mín við Mike [Gordon] og Jürgen sagði nei. Frá því augnabliki töluðum við saman og samþykktum að klára þetta verkefni saman, síðan fer ég að þjálfa.“

„Þetta verkefni margra og það er rétt að gera þetta á þennan hátt. Félagið mun finna nýjan þjálfara með aðrar áherslur og ég er spenntur að fara að þjálfa og finna félag sem vill fá mig, en ég er einbeittur á Liverpool fram að síðasta degi tímabilsins og ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast á þessum tímapunkti. Það er ástæaðn fyrir því að við erum með umboðsmenn, er það ekki?“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner