Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 23. mars 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hugsa bara um að nefna töfraorðið Higuain"
Gonzalo Higuain fékk að fara heim til Argentínu.
Gonzalo Higuain fékk að fara heim til Argentínu.
Mynd: Getty Images
Nicola, bróðir Gonzalo Higuain, hefur kallað eftir því að bróðir sinn og fjölskylda fái frið og næði frá fjölmiðlum.

Higuain fór nýlega frá Ítalíu heim til Argentínu til að vera hjá móður sinni sem er í baráttu við krabbamein. Higuain átti að vera í sóttkví þegar hann ákvað að fara heim og var hann gagnrýndur fyrir að hafa farið í ferðalagið heim á þeim tíma.

Lögfræðingurinn Rinaldo Romanelli, sem hefur verið að rannsaka kórónuveiruna og áhrif hennar, gagnrýni Higuain og sagði í viðtali við Corriere dello Sport að Argentínumaðurinn hefði átt að klára tveggja vikna sóttkví.

Bróðir Higuain hefur nú svarað gagnrýnisröddunum og segir hann: „Móðir okkar, eins og margir aðrir í heiminum, er að berjast gegn sjúkdómi sem heitir krabbamein."

„Þetta fólk hefur greinilega ekki áhyggjur af heilsu móður minnar, það hugsar bara um að nefna töfraorðið 'Higuain'."

„Bróðir minn ferðaðist eftir að hafa fengið leyfi frá félagi sínu og með skírteini sem sannar að hann er ekki með Covid-19. Eins og aðrir Argentínumenn þá er hann núna í sóttkví."

Aðrir leikmenn Juventus eins og Miralem Pjanic og Sami Khedira fengu að ferðast heim til fjölskyldna sinna og þá er Cristiano Ronaldo áfram í Portúgal eftir að móðir hans útskrifaðist af sjúkrahúsi.
Athugasemdir
banner
banner