Portúgalska stjarnan Cristiano Ronaldo ber engan kala til danska framherjans Rasmus Höjlund fyrir að hafa fagnað að hætti Portúgalns í 1-0 tapinu gegn Dönum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í síðustu viku.
Höjlund er mikill stuðningsmaður Ronaldo og er hans helsta átrúnaðargóð.
Daninn kom inn af bekknum í síðari hálfleik og skoraði sigurmark leiksins, en hann fagnaði að hætti Ronaldo.
Margir héldu eflaust að Höjlund væri taka fagnið til þess að nudda salti í sár Ronaldo en það var ekki meining hans og veit Ronaldo af því.
„Þetta er ekkert vandamál. Þetta var heiður fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi.
Höjlund talaði sjálfur um það í viðtali að þarna hafi litli strákurinn í honum náð yfirhöndinni, en hann hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Ronaldo og þetta hafi því verið gert í virðingarskyni.
Athugasemdir