Bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Viðar er kominn til FH á lánssamningi frá Brann. FH-ingum er spáð 2. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.
Fullt nafn: Viðar Ari Jónsson.
Gælunafn sem þú þolir ekki: Viddsli - það er agalegt.
Aldur: 24 ára.
Hjúskaparstaða: Í svakalega góðu sambandi með Örnu Jónsdóttur.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Þegar ég var 16 ára.
Uppáhalds drykkur: Orkan alltaf góð.
Uppáhalds matsölustaður: Gló.
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl - en keyri um á Yaris.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders.
Uppáhalds tónlistarmaður: Minn maður Johnny Jay og Hnetan er á öðru leveli.
Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter.
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Ekki mikið á snappinu, en ætla segja Sindri Geirsson. Hann er flottur.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, snikkers og lúxusdýfu.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Skipuleggjum deit þar sem þú svarar kannski í síma haha - Beggi Ó.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Erfitt að segja, en er ekki mikill Fylkis-aðdáandi.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Rafael Marques fyrrverandi leikmaður Barcelona kemur fyrstur upp í hugann.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Bjarni Ólafur er maskína.
Sætasti sigurinn: Allir sigrar eru góðir.
Mestu vonbrigðin: Mikil vonbrigði að detta úr Evrópudeildinni með Brann í fyrra þegar Everton var næsti leikur.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sennilega Birkir Már Sævarsson, til þess að læra af honum.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Græja nýjan Laugardalsvöll, og fá Ronaldo á opnunina.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sennilega Albert Guðmundsson eða Binni Bolti (Birnir Snær Ingason).
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Grétar Snær í FH er ansi huggulegur, annars þekki ég tvo mjög fallega Blika; Oliver og Davíð Kristján.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kæró þegar hún fer með mér út á sparkvöll.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu:Erfitt að segja til um en þeir eru færri í FH en Fjölni - minn maður Rennico fær titilinn.
Uppáhalds staður á Íslandi: Sumarbústaðurinn.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég kom inná í fyrsta leiknum með Brann, troðfull stúka og mér tókst að skora. Ekki skemmdi fyrir að þetta var á þjóðhátíðardegi Noregs.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Bursta tennur.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, körfubolta og svo dettur maður inná úrslitaleiki í hinum og þessum sportum.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor, helst CR7 týpunni.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Að mæta á réttum tíma.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Fly on the wings of love - frábært lag.
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var að hitta liðið úti í fyrsta skipti í mat, og var sársvangur, svoleiðis kúfyllti diskinn minn af nautakjöti og meðlæti. Settist niður tók einn bita og fór svo inná bað því það stóð svakalega í mér og var þar þangað til maturinn var búinn. Fékk alltof mikla athygli fyrir það að það stæði bara smá í mér.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Beggi góður í eldhúsinu, Oliver sem leiðtogi og Þórður Ingason því að ég fíla hann.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með CR7 tattoo á kálfanum.
Athugasemdir