Valgeir Valgeirsson mun spila með HK í sumar en Kópavogsfélagið segir frá þessu í kvöld.
Þetta eru mjög óvænt tíðindi svo ekki sé meira sagt.
Þetta eru mjög óvænt tíðindi svo ekki sé meira sagt.
Valgeir, sem er 18 ára, hefur undanfarna mánuði verið á láni hjá Brentford á Englandi þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Hann hefur staðið sig vel en mun núna snúa aftur til HK.
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, sagði í síðasta mánuði að hann reiknaði ekki með Valgeiri í rauðri og hvítri HK treyju í sumar en það hefur breyst.
„Það er mikill fengur fyrir lið HK að fá Valgeir aftur til sín. Í fyrrasumar áður en Valgeir var lánaður til Brentford hafði hann farið á kostum, skorað fjögur mörk og lagt upp fimm í 15 leikjum. Í lok sumars var hann kosinn besti leikmaður HK af liðsfélögum sínum," segir í tilkynningu HK en hann mun snúa aftur til HK í byrjun næsta mánaðar þegar lánssamningi hans hjá Brentford lýkur.
HK er spáð níunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Athugasemdir