Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mið 23. apríl 2025 23:13
Sölvi Haraldsson
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur, við vorum einum fleiri í langan tíma og við lágum á þeim. Það var erfitt að skapa sér færi en ég er fyrst og fremst svekktur að ná ekki í þrjú stig.“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmaður KR, eftir 2-2 jafntefli við FH í dag.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Gabríel segir fyrri hálfleikinn hafa verið skemmtilegan að horfa á.

„Við byrjuðum þetta ágætlega en fáum svo mark á okkur úr föstu leikatriði sem þeir eru ágætir í. Skemmtilegur fyrri hálfleikur örugglega að horfa á. Við hefðum getað sleppt því að gefa þeim þessar hornspyrnur og föst leikatriði sem mér fannst allan leikinn, þeir eru góðir þar.“

Hvernig sá Gabríel tæklingu Björns Daníels sem endaði með rauðu spjaldi?

„Mér sýndist hann bara hafa tæklað hann og fara frekar hátt í kálfan á honum, en ég veit það ekki, ég sá þetta ekki nógu vel.“

Var högg í magann að fá jöfnunarmarkið á sig skömmu eftir að FH fékk rautt spjald?

„Að sjálfsögðu, við erum að gefa of mikið af föstum leikatriðum sem þeir eru góðir í og nýttu sér vel. Það getur gerst og það þarf að halda áfram og reyna að jafna eins og við gerum og bara taka eitt augnablik í einu.“

Gabríel sér stíganda í spilamennsku KR og sér margt jákvætt í leik liðs síns.

„Mér finnst margt jákvætt og margt sem er hægt að byggja á. En þetta er fínn stígandi og við erum taplausir, vonandi er hægt að bæta ofan á það.“

Viðtalið við Gabríel má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner