Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mið 23. apríl 2025 23:13
Sölvi Haraldsson
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur, við vorum einum fleiri í langan tíma og við lágum á þeim. Það var erfitt að skapa sér færi en ég er fyrst og fremst svekktur að ná ekki í þrjú stig.“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmaður KR, eftir 2-2 jafntefli við FH í dag.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Gabríel segir fyrri hálfleikinn hafa verið skemmtilegan að horfa á.

„Við byrjuðum þetta ágætlega en fáum svo mark á okkur úr föstu leikatriði sem þeir eru ágætir í. Skemmtilegur fyrri hálfleikur örugglega að horfa á. Við hefðum getað sleppt því að gefa þeim þessar hornspyrnur og föst leikatriði sem mér fannst allan leikinn, þeir eru góðir þar.“

Hvernig sá Gabríel tæklingu Björns Daníels sem endaði með rauðu spjaldi?

„Mér sýndist hann bara hafa tæklað hann og fara frekar hátt í kálfan á honum, en ég veit það ekki, ég sá þetta ekki nógu vel.“

Var högg í magann að fá jöfnunarmarkið á sig skömmu eftir að FH fékk rautt spjald?

„Að sjálfsögðu, við erum að gefa of mikið af föstum leikatriðum sem þeir eru góðir í og nýttu sér vel. Það getur gerst og það þarf að halda áfram og reyna að jafna eins og við gerum og bara taka eitt augnablik í einu.“

Gabríel sér stíganda í spilamennsku KR og sér margt jákvætt í leik liðs síns.

„Mér finnst margt jákvætt og margt sem er hægt að byggja á. En þetta er fínn stígandi og við erum taplausir, vonandi er hægt að bæta ofan á það.“

Viðtalið við Gabríel má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner