Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 23. apríl 2025 23:13
Sölvi Haraldsson
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur, við vorum einum fleiri í langan tíma og við lágum á þeim. Það var erfitt að skapa sér færi en ég er fyrst og fremst svekktur að ná ekki í þrjú stig.“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmaður KR, eftir 2-2 jafntefli við FH í dag.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Gabríel segir fyrri hálfleikinn hafa verið skemmtilegan að horfa á.

„Við byrjuðum þetta ágætlega en fáum svo mark á okkur úr föstu leikatriði sem þeir eru ágætir í. Skemmtilegur fyrri hálfleikur örugglega að horfa á. Við hefðum getað sleppt því að gefa þeim þessar hornspyrnur og föst leikatriði sem mér fannst allan leikinn, þeir eru góðir þar.“

Hvernig sá Gabríel tæklingu Björns Daníels sem endaði með rauðu spjaldi?

„Mér sýndist hann bara hafa tæklað hann og fara frekar hátt í kálfan á honum, en ég veit það ekki, ég sá þetta ekki nógu vel.“

Var högg í magann að fá jöfnunarmarkið á sig skömmu eftir að FH fékk rautt spjald?

„Að sjálfsögðu, við erum að gefa of mikið af föstum leikatriðum sem þeir eru góðir í og nýttu sér vel. Það getur gerst og það þarf að halda áfram og reyna að jafna eins og við gerum og bara taka eitt augnablik í einu.“

Gabríel sér stíganda í spilamennsku KR og sér margt jákvætt í leik liðs síns.

„Mér finnst margt jákvætt og margt sem er hægt að byggja á. En þetta er fínn stígandi og við erum taplausir, vonandi er hægt að bæta ofan á það.“

Viðtalið við Gabríel má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner