
Víkingur Reykjavík fór á kostum gegn Stjörnunni í gær og vann þar 6-2 útisigur í Garðabænum. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir fór á kostum og skoraði þrennu úr miðverðinum. Hún og þrír aðrir Víkingar eru í sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Bergdís Sveinsdóttir var frábær á miðjunni hjá Víkingum og Linda Líf Boama var erfið viðureignar fyrir varnarmenn Stjörnunnar. John Andrews er þjálfari umferðarinnar.
Bergdís Sveinsdóttir var frábær á miðjunni hjá Víkingum og Linda Líf Boama var erfið viðureignar fyrir varnarmenn Stjörnunnar. John Andrews er þjálfari umferðarinnar.

Breiðablik og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í stórleik umferðarinnar. Samantha Smith bjargaði stiginu fyrir Blika en Katie Cousins átti mjög fínan leik fyrir Þrótt.
Valur vann þá sinn fyrsta sigur í sumar er þær unnu 0-2 sigur gegn FHL í Fjarðabyggðarhöllinni. Natasha Anasi var maður leiksins og Jasmín Erla Ingadóttir lék einnig vel.
FH vann 0-2 útisigur á Fram og þar voru Thelma Karen Pálmadóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir bestar. Thelma Karen, sem er fædd 2008, var einnig í sterkasta liði 1. umferðar. Elaina La Macchia kom í veg fyrir það að tap Fram yrði stærra.
Karen María Sigurgeirsdóttir var þá besti leikmaður vallarins er Þór/KA vann endurkomusigur gegn Tindastóli.
Þriðja umferðin hefst svo á sunnudag.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 13 | 11 | 1 | 1 | 52 - 9 | +43 | 34 |
2. FH | 12 | 9 | 1 | 2 | 28 - 12 | +16 | 28 |
3. Þróttur R. | 12 | 9 | 1 | 2 | 26 - 12 | +14 | 28 |
4. Þór/KA | 12 | 6 | 0 | 6 | 20 - 20 | 0 | 18 |
5. Valur | 13 | 5 | 3 | 5 | 16 - 19 | -3 | 18 |
6. Stjarnan | 12 | 5 | 0 | 7 | 15 - 24 | -9 | 15 |
7. Fram | 12 | 5 | 0 | 7 | 16 - 30 | -14 | 15 |
8. Tindastóll | 12 | 4 | 1 | 7 | 17 - 23 | -6 | 13 |
9. Víkingur R. | 12 | 3 | 1 | 8 | 19 - 29 | -10 | 10 |
10. FHL | 12 | 0 | 0 | 12 | 5 - 36 | -31 | 0 |
Athugasemdir