City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mán 23. maí 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Grealish skaut á Silva í fögnuðinum - Stones grínaðist í Walker
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Leikmenn Manchester City sprettu inn um gleðinnar dyr þegar þeir fögnuðu fjórða Englandsmeistaratitlinum á fimm árum.


Rútufögnuður Man City var í dag og mátti sjá menn á borð við Jack Grealish og John Stones blindfulla í rútunni. Þeir létu frá sér nokkur áhugaverð ummæli sem hafa ratað í fjölmiðla.

Grealish byrjaði á að gera grín að liðsfélaga sínum Bernardo Silva sem átti slakan leik í lokaumferð úrvalsdeildartímabilsins gegn Aston Villa. Bernardo var skipt út skömmu áður en City lenti 0-2 undir og kom Ilkay Gündogan inn í hans stað.

Gundogan átti heldur betur eftir að breyta leiknum og er hægt að segja að hann hafi innsiglað Englandsmeistaratitilinn með frammistöðu sinni gegn Villa.

„Þetta er frábært fyrir mig, ég er að vinna minn fyrsta titil, en það er ein manneskja sem ég vil þakka sérstaklega og það er Bernardo Silva. Ég vil þakka honum fyrir að koma af velli á 70. mínútu því hann var ömurlegur í gær," sagði Grealish og uppskar hlátrasköll frá Kyle Walker og John Stones 

Stones var ekki búinn að drekka minna heldur en Grealish og átti eftir að gefa ansi kostulegt svar þegar hann var að tala um liðsfélaga sinn Kyle Walker. Walker var mikið í fréttunum fyrir tveimur árum þegar hann braut sóttvarnarreglur til að skemmta sér með vini sínum og vændiskonum á fyrstu mánuðum Covid faraldursins.

„Kyle Walker. Goðsögn." sagði Stones þegar hann fékk afhendan hljóðneman í liðsrútunni. „Það er algjör unun að leika með honum, jafnt innan sem utan vallar."


Athugasemdir
banner