Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2022 13:28
Elvar Geir Magnússon
Lyngby og Horsens geta tryggt sér sæti í efstu deild í dag
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson og lærisveinar í Lyngby geta tryggt sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni í dag en þegar tvær umferðir eru eftir í B-deildinni þarf liðið þrjú stig til að vera öruggt með sæti í deild þeirra bestu í Danmörku.

Lyngby heimsækir Nyköbing klukkan 17:00 og verður leikurinn sýndur á Viaplay og einnig á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ.

Sævar Atli Magnússon, fyrrum fyrirliði Leiknis, er meðal leikmanna Lyngby.

Lyngby er stigi á eftir Horsens sem er í efsta sæti en Aron Sigurðarson leikur með Horsens. Horsens heimsækir Fredericia í dag og tryggir sér upp með sigri.

Horsens er með 60 stig, Lyngby 59 og Helsingör sem er í þriðja sæti með 55 stig heimsækir Hvidovre í dag.
Athugasemdir
banner
banner