
„Vonbrigði með leikinn í heild sinni. Þetta var ekki góður leikur hjá Þór/KA,'' sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli við KR í Pepsi Max deild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: Þór/KA 2 - 2 KR
Hann bætti við: „Samt eftir markið þeirra, þá kom góður kafli hjá okkur og við skoruðum - og fengum þrjú dauðafæri. Þá hefði mögulega eitthvað breyst, en aftur á móti fengu þær líka færi og við kannski heppnar í lokin að ná stigi, því að við fengum bara eitt færi í seinni hálfleik.''
Aðspurður hvort að KR liðið hefði komið sér á óvart, eftir þungt tap gegn Keflvíkingum í síðustu umferð sagði Donni: „Neinei, KR liðið er bara hörkugott. Keflavík skoraði bara úr föstum leikatriðum, sem að þær eru sterkar í. KR gerðu það sem þær gerðu mjög vel í dag.''
Donni verið jákvæður yfir því að ná jöfnunarmarki seint í leiknum, en kvaðst mestmegnis vera svekktur með heildarframmistöðu leiksins.
„Já, það var klárlega jákvætt að ná stigi úr því sem komið var. En aftur á móti, heildarframmistaðan var bara svo svekkjandi og það er það sem að svíður mest.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir