Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mið 23. júní 2021 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón: Vorum ekki að henda inn óreyndum 2. flokks guttum
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hundfúll með úrslitin og að detta úr þessari keppni," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir tap gegn ÍA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við gáfum of mikið forskot í upphafi leiks til að ná. Við fengum fullt af tækifærum til að skora og mér fannst við heilt yfir vera sterkara liðið í leiknum."

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Fram

Skagamenn komust í 3-0 eftir rúmar 20 mínútur. Það voru gerðar átta breytingar á liði Fram, sem er á toppi Lengjudeildarinnar.

„Það eru einhver meiðsli og einhverjir þreyttir. Við erum með öflugan og breiðan hóp. Það er ekki eins og við höfum verið að henda inn óreyndum 2. flokks guttum í þennan leik. Við ætluðum að koma hingað og halda áfram í bikarnum. Það er mikil törn framundan og við þurfum að vera klárir í hana."

Jón segir að aðaláherslan sé auðvitað á deildinni þar sem Fram ætlar sér að komast upp í Pepsi Max-deildina. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir