Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 23. júní 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að leikmenn Liverpool taki þátt í Ólympíuleikunum
Liverpool á ekki von á því að neinn leikmaður félagsins taki þátt í Ólympíkuleikunm sem fram fara í Tókýó í sumar.

Það á einnig við um Mohamed Salah sem vildi spila með Egyptalandi á mótinu.

U23 landslið taka þátt í mótinu en hver þjóð má tefla fram þremur leikmönnum sem eru eldri en það.

FIFA hefur ákveðið að félög séu ekki skyldug til að hleypa leikmönnum sem eru eldri en 23 ára á mótið.

Ólympíuleikarnir hefjast þann 22. júlí og lýkur þeim 7. ágúst. Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefst 14. ágúst en félög hefja undirbúningstímabilið sitt snemma í júlí.

Salah er sagður vera að reyna sannfæra Liverpool um að gefa sér leyfi til að fara en það verður að teljast ólíklegt að takist.

Takumi Minamino (26) hefur ekki verið valinn í hópinn hjá Japan og er talið ólíklegt að Ibrahima Konate (22) verði vainn í franska hópinn.
Athugasemdir
banner