Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fös 23. júní 2023 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi: Mun ekkert koma nálægt tilfinningunni til Breiðabliks
Dómarinn á að taka ákvörðun og standa með sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti ótrúlega björgun.
Átti ótrúlega björgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög skrítinn leikur, HK fær ekki rosalega mikið af tækifærum en þeir nýta þau sem þeir fá; fá í raun fimm tækifæri og skora fimm mörk. Við sköpum fullt af hættulegum tækifærum og hættulegum stöðum og mér finnst við eiga að gera betur sem lið, eigum að klára þennan leik," sagði Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 5 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þeir ekki vera gera neitt, komnir í 1-0 en ekki búnir að skapa neitt. Í 1-1 þá hefðum við átt að halda áfram og ekki fá á okkur mark fyrir hálfleikinn."

Stefán talar um að Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafi sagt að það ætti að framkvæma skiptingu í aðdraganda fjórða marks HK. Engin skipting var gerð, HK skoraði og strax eftir markið gerði þrefalda skiptingu. „Elli segir að það sé skipting, þeir taka innkast og skora. Það er lítið sem við getum gert í því nema hlusta á dómarann og hann á að taka ákvörðun og standa með sínu. Já, gríðarlega svekkjandi," sagði Stefán en Blikar voru galopnir í fjórða marki HK sem fór langt með að tryggja sigurinn.

„En við eigum að gera betur sem lið, eigum ekki að fá á okkur fimm mörk á móti HK."

Stefán fékk mjög gott færi í stöðunni 1-1 eftir sendingu frá Gísla Eyjólfssyni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en Birkir ver helvíti vel á línunni. Ég sé hann ekki fleygja sér, hélt ég væri bara með opið mark. Ef ég hefði séð hann þá hefði ég bara tekið snertingu og verið rólegur. Auðvitað hefði ég viljað ég koma okkur yfir og þá hefði leikurinn örugglega orðið eitthvað öðruvísi."

Hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi
Stefán var hjá HK í tvo og hálfan mánuð í fyrra. „Fínt að spila leikinn, auðvitað þykir manni alveg vænt um klúbbinn af því þeir gáfu mér mikið og hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi. Ég hafði ekki náð að gera það áður á lánstímabili. En ég er náttúrulega uppalinn Bliki og tilfinningin til Blikana er allt öðruvísi en til annnarra klúbba og það mun ekkert koma nálægt því. Þetta var því þannig séð ekkert mikið öðruvísi en aðrir leikir," sagði Stefán Ingi.

Í lok viðtals var hann spurður út í áhuga belgíska félagsins Patro Eisden á sér, en fjallað hefur verið um áhuga félagsins á Stefáni í vikunni. Hans svör við þeim spurningum má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner