Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 23. júní 2023 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi: Mun ekkert koma nálægt tilfinningunni til Breiðabliks
Dómarinn á að taka ákvörðun og standa með sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti ótrúlega björgun.
Átti ótrúlega björgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög skrítinn leikur, HK fær ekki rosalega mikið af tækifærum en þeir nýta þau sem þeir fá; fá í raun fimm tækifæri og skora fimm mörk. Við sköpum fullt af hættulegum tækifærum og hættulegum stöðum og mér finnst við eiga að gera betur sem lið, eigum að klára þennan leik," sagði Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 5 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þeir ekki vera gera neitt, komnir í 1-0 en ekki búnir að skapa neitt. Í 1-1 þá hefðum við átt að halda áfram og ekki fá á okkur mark fyrir hálfleikinn."

Stefán talar um að Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafi sagt að það ætti að framkvæma skiptingu í aðdraganda fjórða marks HK. Engin skipting var gerð, HK skoraði og strax eftir markið gerði þrefalda skiptingu. „Elli segir að það sé skipting, þeir taka innkast og skora. Það er lítið sem við getum gert í því nema hlusta á dómarann og hann á að taka ákvörðun og standa með sínu. Já, gríðarlega svekkjandi," sagði Stefán en Blikar voru galopnir í fjórða marki HK sem fór langt með að tryggja sigurinn.

„En við eigum að gera betur sem lið, eigum ekki að fá á okkur fimm mörk á móti HK."

Stefán fékk mjög gott færi í stöðunni 1-1 eftir sendingu frá Gísla Eyjólfssyni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en Birkir ver helvíti vel á línunni. Ég sé hann ekki fleygja sér, hélt ég væri bara með opið mark. Ef ég hefði séð hann þá hefði ég bara tekið snertingu og verið rólegur. Auðvitað hefði ég viljað ég koma okkur yfir og þá hefði leikurinn örugglega orðið eitthvað öðruvísi."

Hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi
Stefán var hjá HK í tvo og hálfan mánuð í fyrra. „Fínt að spila leikinn, auðvitað þykir manni alveg vænt um klúbbinn af því þeir gáfu mér mikið og hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi. Ég hafði ekki náð að gera það áður á lánstímabili. En ég er náttúrulega uppalinn Bliki og tilfinningin til Blikana er allt öðruvísi en til annnarra klúbba og það mun ekkert koma nálægt því. Þetta var því þannig séð ekkert mikið öðruvísi en aðrir leikir," sagði Stefán Ingi.

Í lok viðtals var hann spurður út í áhuga belgíska félagsins Patro Eisden á sér, en fjallað hefur verið um áhuga félagsins á Stefáni í vikunni. Hans svör við þeim spurningum má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner