Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fös 23. júní 2023 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi: Mun ekkert koma nálægt tilfinningunni til Breiðabliks
Dómarinn á að taka ákvörðun og standa með sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti ótrúlega björgun.
Átti ótrúlega björgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög skrítinn leikur, HK fær ekki rosalega mikið af tækifærum en þeir nýta þau sem þeir fá; fá í raun fimm tækifæri og skora fimm mörk. Við sköpum fullt af hættulegum tækifærum og hættulegum stöðum og mér finnst við eiga að gera betur sem lið, eigum að klára þennan leik," sagði Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 5 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þeir ekki vera gera neitt, komnir í 1-0 en ekki búnir að skapa neitt. Í 1-1 þá hefðum við átt að halda áfram og ekki fá á okkur mark fyrir hálfleikinn."

Stefán talar um að Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafi sagt að það ætti að framkvæma skiptingu í aðdraganda fjórða marks HK. Engin skipting var gerð, HK skoraði og strax eftir markið gerði þrefalda skiptingu. „Elli segir að það sé skipting, þeir taka innkast og skora. Það er lítið sem við getum gert í því nema hlusta á dómarann og hann á að taka ákvörðun og standa með sínu. Já, gríðarlega svekkjandi," sagði Stefán en Blikar voru galopnir í fjórða marki HK sem fór langt með að tryggja sigurinn.

„En við eigum að gera betur sem lið, eigum ekki að fá á okkur fimm mörk á móti HK."

Stefán fékk mjög gott færi í stöðunni 1-1 eftir sendingu frá Gísla Eyjólfssyni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en Birkir ver helvíti vel á línunni. Ég sé hann ekki fleygja sér, hélt ég væri bara með opið mark. Ef ég hefði séð hann þá hefði ég bara tekið snertingu og verið rólegur. Auðvitað hefði ég viljað ég koma okkur yfir og þá hefði leikurinn örugglega orðið eitthvað öðruvísi."

Hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi
Stefán var hjá HK í tvo og hálfan mánuð í fyrra. „Fínt að spila leikinn, auðvitað þykir manni alveg vænt um klúbbinn af því þeir gáfu mér mikið og hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi. Ég hafði ekki náð að gera það áður á lánstímabili. En ég er náttúrulega uppalinn Bliki og tilfinningin til Blikana er allt öðruvísi en til annnarra klúbba og það mun ekkert koma nálægt því. Þetta var því þannig séð ekkert mikið öðruvísi en aðrir leikir," sagði Stefán Ingi.

Í lok viðtals var hann spurður út í áhuga belgíska félagsins Patro Eisden á sér, en fjallað hefur verið um áhuga félagsins á Stefáni í vikunni. Hans svör við þeim spurningum má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner