Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 23. júní 2023 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi: Mun ekkert koma nálægt tilfinningunni til Breiðabliks
Dómarinn á að taka ákvörðun og standa með sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti ótrúlega björgun.
Átti ótrúlega björgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög skrítinn leikur, HK fær ekki rosalega mikið af tækifærum en þeir nýta þau sem þeir fá; fá í raun fimm tækifæri og skora fimm mörk. Við sköpum fullt af hættulegum tækifærum og hættulegum stöðum og mér finnst við eiga að gera betur sem lið, eigum að klára þennan leik," sagði Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 5 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þeir ekki vera gera neitt, komnir í 1-0 en ekki búnir að skapa neitt. Í 1-1 þá hefðum við átt að halda áfram og ekki fá á okkur mark fyrir hálfleikinn."

Stefán talar um að Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafi sagt að það ætti að framkvæma skiptingu í aðdraganda fjórða marks HK. Engin skipting var gerð, HK skoraði og strax eftir markið gerði þrefalda skiptingu. „Elli segir að það sé skipting, þeir taka innkast og skora. Það er lítið sem við getum gert í því nema hlusta á dómarann og hann á að taka ákvörðun og standa með sínu. Já, gríðarlega svekkjandi," sagði Stefán en Blikar voru galopnir í fjórða marki HK sem fór langt með að tryggja sigurinn.

„En við eigum að gera betur sem lið, eigum ekki að fá á okkur fimm mörk á móti HK."

Stefán fékk mjög gott færi í stöðunni 1-1 eftir sendingu frá Gísla Eyjólfssyni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en Birkir ver helvíti vel á línunni. Ég sé hann ekki fleygja sér, hélt ég væri bara með opið mark. Ef ég hefði séð hann þá hefði ég bara tekið snertingu og verið rólegur. Auðvitað hefði ég viljað ég koma okkur yfir og þá hefði leikurinn örugglega orðið eitthvað öðruvísi."

Hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi
Stefán var hjá HK í tvo og hálfan mánuð í fyrra. „Fínt að spila leikinn, auðvitað þykir manni alveg vænt um klúbbinn af því þeir gáfu mér mikið og hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi. Ég hafði ekki náð að gera það áður á lánstímabili. En ég er náttúrulega uppalinn Bliki og tilfinningin til Blikana er allt öðruvísi en til annnarra klúbba og það mun ekkert koma nálægt því. Þetta var því þannig séð ekkert mikið öðruvísi en aðrir leikir," sagði Stefán Ingi.

Í lok viðtals var hann spurður út í áhuga belgíska félagsins Patro Eisden á sér, en fjallað hefur verið um áhuga félagsins á Stefáni í vikunni. Hans svör við þeim spurningum má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner