Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 23. júní 2023 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi: Mun ekkert koma nálægt tilfinningunni til Breiðabliks
Dómarinn á að taka ákvörðun og standa með sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti ótrúlega björgun.
Átti ótrúlega björgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög skrítinn leikur, HK fær ekki rosalega mikið af tækifærum en þeir nýta þau sem þeir fá; fá í raun fimm tækifæri og skora fimm mörk. Við sköpum fullt af hættulegum tækifærum og hættulegum stöðum og mér finnst við eiga að gera betur sem lið, eigum að klára þennan leik," sagði Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 5 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þeir ekki vera gera neitt, komnir í 1-0 en ekki búnir að skapa neitt. Í 1-1 þá hefðum við átt að halda áfram og ekki fá á okkur mark fyrir hálfleikinn."

Stefán talar um að Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafi sagt að það ætti að framkvæma skiptingu í aðdraganda fjórða marks HK. Engin skipting var gerð, HK skoraði og strax eftir markið gerði þrefalda skiptingu. „Elli segir að það sé skipting, þeir taka innkast og skora. Það er lítið sem við getum gert í því nema hlusta á dómarann og hann á að taka ákvörðun og standa með sínu. Já, gríðarlega svekkjandi," sagði Stefán en Blikar voru galopnir í fjórða marki HK sem fór langt með að tryggja sigurinn.

„En við eigum að gera betur sem lið, eigum ekki að fá á okkur fimm mörk á móti HK."

Stefán fékk mjög gott færi í stöðunni 1-1 eftir sendingu frá Gísla Eyjólfssyni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en Birkir ver helvíti vel á línunni. Ég sé hann ekki fleygja sér, hélt ég væri bara með opið mark. Ef ég hefði séð hann þá hefði ég bara tekið snertingu og verið rólegur. Auðvitað hefði ég viljað ég koma okkur yfir og þá hefði leikurinn örugglega orðið eitthvað öðruvísi."

Hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi
Stefán var hjá HK í tvo og hálfan mánuð í fyrra. „Fínt að spila leikinn, auðvitað þykir manni alveg vænt um klúbbinn af því þeir gáfu mér mikið og hjálpuðu mér að stimpla mig inn á Íslandi. Ég hafði ekki náð að gera það áður á lánstímabili. En ég er náttúrulega uppalinn Bliki og tilfinningin til Blikana er allt öðruvísi en til annnarra klúbba og það mun ekkert koma nálægt því. Þetta var því þannig séð ekkert mikið öðruvísi en aðrir leikir," sagði Stefán Ingi.

Í lok viðtals var hann spurður út í áhuga belgíska félagsins Patro Eisden á sér, en fjallað hefur verið um áhuga félagsins á Stefáni í vikunni. Hans svör við þeim spurningum má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir