Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir fær hrós frá blaðamanni fyrir svar sitt
Á varamannabekk Jamaíku í nótt.
Á varamannabekk Jamaíku í nótt.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson vakti athygli í gær þegar hann tók vel undir í þjóðsöng Jamaíku fyrir leik liðsins gegn Mexíkó í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Copa America.

Á fréttamannafundi eftir leik hrósaði hann svo dómarateyminu fyrir frammistöðu sína í leiknum. „Það var rétt ákvörðun að dæma markið okkar af og ég vil gefa dómurunum kredit fyrir þennan leik, þetta var erfiður leikur að dæma. Þjálfarar gera það stundum ekki þegar þeir tapa leikjum en mér fannst dómararnir standa sig vel," sagði Heimir. Fyrir þetta svar fékk hann hrós frá blaðamanni Athletic eins og má sjá hér að neðan.

Heimir grínaðist svo með það að hann vildi hætta með VAR.

Hann var nokkuð sáttur með hvernig leikurinn spilaðist en var auðvitað ósáttur við að tapa leiknum. Framundan er mjög mikilvægur leikur gegn Ekvador sem tapaði gegn Venesúela í gær. Sá leikur fer fram á miðvikudagskvöld.

Það vakti athygi í nótt hversu lengi Mexíkóar voru að skila sér út í seinni hálfleikinn. Þeir tóku sér mun lengri tíma en stundarfjórðunginn sem lið fá til að ræða málin. „Þetta er bara vanvirðing. Hálfleikurinn er 15 mínútur og ef þetta er í lagi þá eigum við allavega að fá sama tækifæri."

Markið sem dæmt var af og nokkrar færslur af X má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner