Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   sun 23. júní 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
Mbappe skoraði tvennu í æfingaleik
Mynd: EPA

Kylian Mbappe skoraði tvisvar í æfingaleik í sínum fyrsta leik eftir að hann nefbrotnaði í fyrsta leik Frakklands á EM 2024 í Þýskalandi.


Hann spilaði með grímuna á sér báða hálfleikana sem voru hálftími hvor. En leikið var gegn þýska U-21 árs liði Paderborn.

Mbappe sat á bekknum í markalausa jafnteflinu gegn Hollendingum en hann og hinir ónotuðu varamennirnir spiluðu allir gegn U-21 árs liði Paderborn.

Franski fyrirliðinn skoraði tvö og lagði upp tvö í æfingarleiknum.

Frakkar eiga leik gegn Pólverjum á þriðjudaginn sem er lokaleikur riðilsins hjá Frökkum.


Athugasemdir
banner
banner
banner