Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 23. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mike Smith lést í gær
Mynd: Google
Mike Smith, fyrrum landsliðsþjálfari Wales, lést í gær 83 ára gamall.

Smith vann það sér til frægðar að koma Wales í 8-liða úrslit Evrópumótsins 1976 en eftir það stýrði hann Hull City og egypska landsliðinu áður en hann tók við Wales aftur 1994.

Smith. sem fæddist á Englandi, var fyrsti útlendingurinn til að taka við velska landsliðinu.

Smith vann einn titil á þjálfaraferli sínum - Afríkukeppnina 1986 við stjórnvölinn hjá Egyptalandi.
Athugasemdir