Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 23. júlí 2022 11:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Damir um lætin á Kópavogsvelli: Sagði þeim bara að setjast niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri leikur Breiðabliks og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram á Kópavogsvelli í vikunni.

Það var mikill hiti í Svartfellingunum en Breiðablik lék tveimur mönnum fleiri síðustu 20 mínúturnar og nýtti sér liðsmuninn og vann að lokum 2-0 sigur.

Eftir leikinn urðu mikil læti en Svartfellingarnir hópuðust þá að Damir Muminovic leikmanni Breiðabliks. Hann var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var spurður út í atvikið.

„Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru full æstir fyrir minn smekk.“  Sagði Damir.

Damir segir að leikmenn Breiðabliks verði að passa sig á að leikmenn Buducnost komist ekki í hausinn á þeim.

„Ég býst bara við alvöru veislu. Þeir reyna örugglega að komast í hausinn á okkur en við þurfum bara að vera pollrólegir. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur á Íslandi að fá svona brjálaða stuðningmenn hingað og leikmenn en ég hef séð þetta áður og þetta truflar mig voða lítið.“


Athugasemdir
banner
banner
banner