Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Delaney aftur til FCK (Staðfest)
Mynd: EPA
Danska stórveldið FC Kaupmannahöfn er búið að krækja sér í miðjumanninn Thomas Delaney á frjálsri sölu frá spænska félaginu Sevilla.

Delaney fékk að rifta samningi sínum við Sevilla í sumar og er þessi 32 ára gamli leikmaður búinn að skrifa undir tveggja ára samning við FCK.

Delaney er uppalinn hjá FCK en hann yfirgaf félagið fyrir sjö og hálfu ári síðan til að ganga til liðs við Werder Bremen í þýska boltanum. Síðan þá hefur Delaney spilað fyrir Borussia Dortmund, Sevilla, Hoffenheim og Anderlecht auk danska landsliðsins þar sem hann á 81 leik að baki.

Delaney fær tíuna hjá FCK og verður þar samherji Orra Steins Óskarssonar og Rúnars Alex Rúnarssonar.
Athugasemdir
banner
banner