Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   mán 23. ágúst 2021 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Leifur: HK er ekki að fara falla á minni vakt
Leifur Andri Leifsson
Leifur Andri Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, sætti sig við stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist í markalausa jafnteflinu gegn Leikni R. í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Bæði lið lögðust aftarlega og beittu skyndisóknum í leiknum en HK-ingar reyndu hvað þeir gátu til að stela sigrinum undir lokin.

Það gekk ekki upp og því deildu liðin stigunum. HK-ingar eru í næst neðsta sæti og þurfa því á stigunum að halda á meðan Leiknismenn eru í nokkuð þægilegri stöðu með 22 stig, átta stigum frá fallsæti.

„Auðvitað hefði maður viljað sigur hérna í dag. Við vorum komnir til að sækja þrjú stig en þetta var ekki fallegasti fótboltinn og erfitt að spila þegar bæði lið voru að falla aftarlega og beita einhverjum skynidsóknum þannig jafntefli var held ég bara sanngjarnt," sagði Leifur við Fótbolta.net.

„Ég held að það hafi verið smá stress í byrjun sérstaklega og svo í lokin vorum við bara að dæla þessu á Stebba til að fá hlaupin í kring og svona. Við reyndum að sækja þetta í lokin og þeir voru orðnir helvíti margir þarna aftast, það kom ekki, en við tökum þessu samt það er skárra en að fá ekki neitt."

„Þetta breytir eiginlega ekki neinu fyrir okkur nema við þurfum að vinna næsta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og höfum fulla trú á þessu verkefni. Við eigum leik inn í Kór næst og vonandi verður aðeins meiri fótbolti."


Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson en markið var dæmt af.

„Sólon var í markmanninum okkar eða svo sagði dómarinn. Ég sá það ekki en hann sagði hann hefði verið rangstæður að plokka markmanninn og ef svo var þá er þetta réttur dómur. Vel gert hjá dómaranum ef það er rétt," sagði hann ennfremur.

Í lok viðtals var hann spurður hvort HK væri nokkuð að fara að falla.

„Nei, ekki á minni vakt," sagði fyrirliðinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner