Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   mán 23. ágúst 2021 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Leifur: HK er ekki að fara falla á minni vakt
Leifur Andri Leifsson
Leifur Andri Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, sætti sig við stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist í markalausa jafnteflinu gegn Leikni R. í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Bæði lið lögðust aftarlega og beittu skyndisóknum í leiknum en HK-ingar reyndu hvað þeir gátu til að stela sigrinum undir lokin.

Það gekk ekki upp og því deildu liðin stigunum. HK-ingar eru í næst neðsta sæti og þurfa því á stigunum að halda á meðan Leiknismenn eru í nokkuð þægilegri stöðu með 22 stig, átta stigum frá fallsæti.

„Auðvitað hefði maður viljað sigur hérna í dag. Við vorum komnir til að sækja þrjú stig en þetta var ekki fallegasti fótboltinn og erfitt að spila þegar bæði lið voru að falla aftarlega og beita einhverjum skynidsóknum þannig jafntefli var held ég bara sanngjarnt," sagði Leifur við Fótbolta.net.

„Ég held að það hafi verið smá stress í byrjun sérstaklega og svo í lokin vorum við bara að dæla þessu á Stebba til að fá hlaupin í kring og svona. Við reyndum að sækja þetta í lokin og þeir voru orðnir helvíti margir þarna aftast, það kom ekki, en við tökum þessu samt það er skárra en að fá ekki neitt."

„Þetta breytir eiginlega ekki neinu fyrir okkur nema við þurfum að vinna næsta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og höfum fulla trú á þessu verkefni. Við eigum leik inn í Kór næst og vonandi verður aðeins meiri fótbolti."


Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson en markið var dæmt af.

„Sólon var í markmanninum okkar eða svo sagði dómarinn. Ég sá það ekki en hann sagði hann hefði verið rangstæður að plokka markmanninn og ef svo var þá er þetta réttur dómur. Vel gert hjá dómaranum ef það er rétt," sagði hann ennfremur.

Í lok viðtals var hann spurður hvort HK væri nokkuð að fara að falla.

„Nei, ekki á minni vakt," sagði fyrirliðinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner