Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   mán 23. ágúst 2021 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Leifur: HK er ekki að fara falla á minni vakt
Leifur Andri Leifsson
Leifur Andri Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, sætti sig við stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist í markalausa jafnteflinu gegn Leikni R. í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Bæði lið lögðust aftarlega og beittu skyndisóknum í leiknum en HK-ingar reyndu hvað þeir gátu til að stela sigrinum undir lokin.

Það gekk ekki upp og því deildu liðin stigunum. HK-ingar eru í næst neðsta sæti og þurfa því á stigunum að halda á meðan Leiknismenn eru í nokkuð þægilegri stöðu með 22 stig, átta stigum frá fallsæti.

„Auðvitað hefði maður viljað sigur hérna í dag. Við vorum komnir til að sækja þrjú stig en þetta var ekki fallegasti fótboltinn og erfitt að spila þegar bæði lið voru að falla aftarlega og beita einhverjum skynidsóknum þannig jafntefli var held ég bara sanngjarnt," sagði Leifur við Fótbolta.net.

„Ég held að það hafi verið smá stress í byrjun sérstaklega og svo í lokin vorum við bara að dæla þessu á Stebba til að fá hlaupin í kring og svona. Við reyndum að sækja þetta í lokin og þeir voru orðnir helvíti margir þarna aftast, það kom ekki, en við tökum þessu samt það er skárra en að fá ekki neitt."

„Þetta breytir eiginlega ekki neinu fyrir okkur nema við þurfum að vinna næsta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og höfum fulla trú á þessu verkefni. Við eigum leik inn í Kór næst og vonandi verður aðeins meiri fótbolti."


Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson en markið var dæmt af.

„Sólon var í markmanninum okkar eða svo sagði dómarinn. Ég sá það ekki en hann sagði hann hefði verið rangstæður að plokka markmanninn og ef svo var þá er þetta réttur dómur. Vel gert hjá dómaranum ef það er rétt," sagði hann ennfremur.

Í lok viðtals var hann spurður hvort HK væri nokkuð að fara að falla.

„Nei, ekki á minni vakt," sagði fyrirliðinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner