„Við vorum aðeins sterkari aðilinn í heildinna,'' segir Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þór, eftir 1-0 tap gegn Gróttu í 18. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 0 Þór
„Það var lítið af færum og þetta féll bara með þeim því miður. Við erum klaufar að ná ekki að setja mark á þá í dag, þóg ég hefði viljað fleiri opin færi.''
Þór gerði 5 breytingar eftir að þeir sigruðu 2-0 gegn HK í seinustu umferð.
„Það voru 4 í leikbanni og svo var Aron markvörður aðeins tæpur, þannig við vildum ekki taka áhættuna á því. Í heildan gekk það bara ágætlega að vera án sterka leikmanna.''
„Núna er það bara að gíra sig í næsta leik gegn Aftureldingu strax á laugardaginn. Það eru 12 stig í pottinum og við ætlum að sækja fleiri stig.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.