Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 23. ágúst 2023 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Höskuldur Gunnlaugs í Makedóníu: Völlurinn ekki eins og teppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks er spenntur fyrir stórleiknum gegn FC Struga, ríkjandi meisturum í Norður-Makedóníu.


Blikar geta orðið fyrstir í meistaraflokki karla á Íslandi til að komast í riðlakeppni í Evrópu en það eru tveir áhugaverðir leikir framundan. Þeir eru staddir í Norður-Makedóníu þessa stundina og spila við Struga á morgun klukkan 15:00 á íslenskum tíma.

„Þetta er alltaf að fara að vera krefjandi og erfiður leikur. Við erum búnir að leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er bara hörkulið, annars væru þeir ekki komnir í umspil fyrir riðlakeppni," sagði Höskuldur, sem efast um að Blikum takist að spila sinn vanalega leikstíl á erfiðu yfirborði.

„Vonandi verðum við uppá okkar besta en vissulega er völlurinn þannig að þetta er ekki beint eitthvað teppi, maður þarf alveg að aðlagast því. Við þurfum fyrst og fremst að sýna baráttu til að ná góðum úrslitum, að menn séu tilbúnir til að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp í þeim hluta leiksins.

„Þetta verður vissulega öðruvísi leikur heldur en á Kópavogsvellinum."


Athugasemdir
banner
banner
banner