Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 23. ágúst 2024 15:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Vallarstjóri Laugardalsvallar: Ógerlegt að spila á vellinum í desember
Úr leik Breiðabliks gegn Gent 10. nóvember 2023.
Úr leik Breiðabliks gegn Gent 10. nóvember 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristinn vallarstjóri.
Kristinn vallarstjóri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA.
Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pulsan var lögð á Laugardalsvöll í mars 2020.
Pulsan var lögð á Laugardalsvöll í mars 2020.
Mynd: Kristinn V. Jóhannsson
Víkingar eru á leið í Sambandsdeildina, það varð nokkuð ljóst í gærkvöldi þegar liðið vann 5-0 sigur á UE Santa Coloma í fyrri leik liðanna. Liðið sem vinnur einvígið fer áfram í sjálfa Sambandsdeildina og því þarf algjört stórslys að eiga sér stað í seinni leiknum í Andorra svo Víkingur fari ekki áfram.

Í Sambandsdeildinni spila liðin þrjá heimaleiki og þrjá útileiki. Síðustu tvær umferðirnar fara fram í desember. Eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir heimaleikina er Laugardalsvöllur. En er hægt að spila þar í desember?

„Fljóta svarið við spurningunni er nei. Að hafa leik á Laugardalsvelli, óupphituðum velli, í desember, það á ekki að vera hægt. Það er allavega mjög erfitt," segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, við Fótbolta.net.

„Við reyndum þetta í fyrra, áttum þá að hafa leik 30. nóvember, en UEFA ákvað að taka ekki sénsinn og færði leikinn á Kópavogsvöll tveimur dögum áður en hann átti að fara fram. Það hefði verið hægt að spila á Laugardalsvelli 30. nóvember í fyrra, en það var ekki auðvelt. Það var gríðarleg vinna og mikið álag á starfsfólkið. Að ætla að spila í desember á óupphituðum velli á Íslandi, það er rosalega erfitt. Miðað við núverandi aðstæður og völl, þá finnst mér það ógerlegt."

Með sömu aðferðum og í fyrra, væri séns að spila í desember?

„Það er vissulega hægt ef veðrið er hliðhollt, við höfum alveg farið inn í desember og það er ekkert frost. Það er okkar óvinur. Við getum unnið með rigningu og annað, en frostið er okkar óvinur. Ég man alveg eftir jólum þar sem það er ekkert frost, þetta fer bara allt eftir því hvernig veturinn verður."

Völlurinn mjög tæpur 10. nóvember í fyrra
Hvernig fannst þér völlurinn í leikjunum tveimur sem Breiðablik spilaði á honum í fyrra?

„Það voru engin vandræði með fyrri leikinn, hann var það snemma. En leikur tvö var mjög tæpur. Sá leikur fór fram í byrjun nóvember og það var tímaspursmál hvenær völlurinn frysi alveg. Það var kannski ekkert áberandi, en ég vallarstarfsmenn og leikmenn Breiðabliks muna alveg hvernig þessi leikur var. Völlurinn var tæpur, hann var harður. Það var mjög tæpt að hann væri leikhæfur."

Kostir og gallar við hitapulsuna
Fengin var svokölluð hitapulsa til að halda vellinum gangandi síðasta vetur.

„Þetta er leið sem við höfum farið í þessi þrjú skipti sem við höfum þurft að hafa völlinn leikfæran á tímum þar sem getur verið frost. Við höfum leitað til sama fyrirtækis. Það er mögulega fleiri möguleikar, en á meðan þú ert ekki með undirhita þá þarftu að búa til einhvern varma að ofan, og þetta er ein af þeim aðferðum."

„Það eru kostir, en líka gallar. Gallinn er m.a. sá að þú þarft að taka þetta í burtu á meðan leikurinn er spilaður. Þá tekur náttúran við og lítið hægt að gera."


Fyrirhugaður eru framkvæmdir á vellinum í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner