Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
banner
   lau 23. september 2023 19:35
Brynjar Ingi Erluson
„Rodri verður að læra að ná stjórn á tilfinningum sínum“
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Rodri lét reka sig af velli í 2-0 sigri liðsins á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var afar óánægður með þennan reynslumikla leikmann.

Rodri, sem var hetja Man City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok síðasta tímabils, lét skapið fara með sig í gönur.

Miðjumaðurinn var í baráttu við Morgan Gibbs-White við hornfánann og var Rodri greinilega eitthvað ósáttur með hörkuna í Englendingnum sem endaði með því að hann tók hann hálstaki eftir smá ryskingar.

Rodri fékk verðskuldað rautt spjald fyrir en Guardiola vonar að hann muni draga lærdóm af þessu.

„Vonandi mun Rodri læra af þessu. Hann verður að hafa stjórn á tilfinningum sínum,“ sagði Guardiola.

„Þetta er það sem hann verður að gera. Ég get fengið gult spjald, en Rodri má það ekki. Ég spila ekki og þess vegna verða strákarnir sem eru inn á að vera varkárir. Ég get ekki stjórnað sjálfum mér, en ég spila ekki. Bráðum verð ég upp í stúku vegna of margra gulra spjalda,“ sagði Guardiola um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner