Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslandsmeistara Víkings hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Hearts í Skotlandi. Eins og fjallað var um í kvöld þá telja breskir veðbankar hann meðal þriggja líklegustu til að taka við liðinu.
Þessar fréttir koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, þar á meðal fyrir Víkinga. Heimir Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Víkings heyrði bara af þessu í fjölmiðlum í kvöld
Þessar fréttir koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, þar á meðal fyrir Víkinga. Heimir Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Víkings heyrði bara af þessu í fjölmiðlum í kvöld
Hann segir að forráðamenn Hearts hafi ekki sett sig í samband við Víking vegna Arnars.
„Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ sagði Heimir í samtali við Vísi.
Arnar var kominn langt í viðræðum við Norrköping á síðasta ári en var á endanum áfram hjá Víkingi.
Athugasemdir