þri 23. nóvember 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hughes hefur áhuga á að stýra Man Utd til bráðabirgða
Segir United að ná í Pochettino við fyrsta tækifæri
Hughes.
Hughes.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, fyrrum leikmaður Manchester United, Chelsea og Barcelona og fyrrum stjóri Manchester City, Stoke og fleiri liða, hefði áhuga á að taka við sem stjóri Manchester United til bráðabirgða.

Hughes hefur verið án starfs frá árinu 2018 þegar hann var rekinn frá Southampton. Hughes segir þó að félagið eigi að ganga frá því að ráða Mauricio Pochettino sem fyrst.

„Ég held að United hafi sóst lengi eftir því að fá Pochettino. Hann ræddi við Sir Alex fyrri einhverjum árum og hann er mikils metinn hjá United fyrir hans afrek hjá Tottenham og Southampton. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann væri sá sem þeir ráða," sagði Hughes í dag.

„Það er vandamál ef hann er ekki tilbúinn að koma strax til félagsins. Ég held að hann sé rétti maður og þeir ættu að borga það sem PSG vill fá fyrir hann. Að fá inn bráðabirgðastjóra á eftir Carrick er ekki rétta leiðin finnst mér."

Steve Bruce sagðist á dögunum hafa áhuga á starfinu hjá United og kom Hughes inn á það að hann sjálfur myndi hafa áhuga á starfinu.

„Það er tækifæri til að starfa hjá stærsta félagi heims að mínu mati. Þú leyfir ekki svona tækifærum að fara framhjá þér. Það eru margir hjá United sem eru með númerið mitt en hafa ekki hringt í mig til þessa. Stjórastaðan þar er mjög heillandi og margir sem hefðu áhuga á henni, ég er einn þeirra," sagði Hughes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner