Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orðið nokkuð ljóst hvert Endrick fer í janúar
Endrick.
Endrick.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Endrick var í gær orðaður við Liverpool en það er orðið nokkuð ljóst hvert hann mun fara í janúar.

Endrick var líkt við Pele áður en hann fór til Real Madrid en skipti hans í spænsku höfuðborgina hafa engan veginn gengið upp.

Þessi efnilegi leikmaður hefur bara spilað þrjá leiki á tímabilinu og verður lánaður í janúar. Allar líkur eru á því að áfangastaður hans verði Lyon í Frakklandi.

Samkvæmt L’Equipe hefur Lyon komist að samkomulagi við Real Madrid um lánssamning fyrir Endrick.

Hinn 19 ára gamli Endrick vonast til að spila mikið til að komast í hópinn hjá Brasilíu fyrir HM á næsta ári.
Athugasemdir
banner