PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   fim 24. janúar 2013 10:30
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Gunnar leggur skóna á hilluna
Ásgeir Gunnar í leik FH og Aston Villa árið 2008.
Ásgeir Gunnar í leik FH og Aston Villa árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Miðjumaðurinn reyndi Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur lagt skóna á hilluna.

Þessi 32 ára gamli leikmaður lék með Fram í Pepsi-deildinni í fyrra eftir að hafa áður leikið með FH í áraraðir.

,,Þetta er bara komið gott. Ég er farinn erlendis í nám og verð ekkert á landinu næsta sumar," sagði Ásgeir Gunnar við Fótbolta.net í dag.

Ásgeir Gunnar er í námi í Sviss þar sem hann er að mennta sig enn frekar sem tannlæknir.

Ásgeir Gunnar lék samfleytt með FH frá 2002 til 2011 og vann fjölmarga titla með félaginu.

Árið 2007 vann hann sé sæti í íslenska landsliðinu og kom við sögu í þremur leikjum í undankeppni EM 2008.
Athugasemdir
banner
banner