Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. janúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær biður um tíma: Klopp fékk fjögur ár
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur óskað eftir tíma til að byggja upp lið á Old Trafford. United er í dag 33 stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Við höfum okkar leið í að gera hlutina," sagði Solskjær en hann hefur verið gagnrýndur mikið að undanförnu.

„Auðvitað sjáið þið að önnur lið hafa staðið sig vel. Jurgen (Klopp) eyddi fjórum árum í að byggja upp lið sitt og þeir eru að standa sig vel núna. Ég hef sagt það svo oft áður að við getum ekki lagað þetta á stuttum tíma."

„Við munum ekki fá átta eða tíu leikmenn til okkar í einum félagaskiptaglugga."

„Við náðum einum almennilegum félagaskiptaglugga í sumar því að janúarglugginn er alltaf erfiður. Við erum að reyna að gera eitthvað núna."


Solskjær tók við Manchester United í desember 2018 en hann bætti við á fréttamannafundi í dag að félagið vonist til að fá einn eða tvo nýja leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner