Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. janúar 2020 09:41
Magnús Már Einarsson
Tíu milljónir punda á milli Sporting og Man Utd
Mynd: Getty Images
Lítið þokast áfram í viðræðum Manchester United og Sporting Lisabon um miðjumanninn Bruno Fernandes.

Forráðamenn Sporting og ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes mættu til Manchester á dögunum til að ganga frá samningum.

Samkomulag virtist í höfn upp á 55 milljónir punda en Manchester United ákvað að lækka tilboðið í 42 milljónir punda þar sem félagið heyrði að Sporting væri í fjárhagsvandræðum og þyrfti að fá pening strax.

Vika er í að félagaskiptaglugginn loki og lítið er að frétta af viðræðum á milli félaganna.

Sky Sports segir að tíu milljónir punda séu á milli aðila og óvíst sé hvort að félagaskiptin verði að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner