Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Friðrika tekur sér frí frá fótbolta
Friðrika ásamt Lindu Líf
Friðrika ásamt Lindu Líf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Friðrika Arnardóttir hefur tekið sér hlé frá knattspyrnuiðkun. Hún hefur leikið með Þrótti og Gróttu á sínum ferli.

Friðrika er tvítugur markvörður og lék hún fjórtán af sextán leikjum Þróttar á liðnu sumri þegar liðið kom vel á óvart og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir að hafa verið spáð falli.

„Eftir að hafa verið í fótbolta í fimmtán ár og þar sem síðasta sumar var bæði eriftt og skrýtið langaði mig að taka lengra frí frá boltanum," sagði Friðrika við Fótbolta.net í gær.

„Ég er einnig með lausan samning og því ágæt tímasetning til að taka pásu," bætti Friðrika við.

Það vakti athygli í fyrradag að Edda Garðarsdóttir varði mark Þróttar þegar liðið mætti Fylki í Reykjavíkurmótinu.
Athugasemdir
banner
banner