Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 24. janúar 2021 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fjórði sigur Barca í röð - Osasuna úr fallsæti
Barcelona var að vinna fjórða deildarleikinn í röð er liðið heimsótti fallbaráttulið Elche í dag.

Barca var við stjórn allan leikinn en náði ekki að gera út um viðureignina fyrr en undir lokin.

Frenkie de Jong kom Börsungum yfir skömmu fyrir leikhlé og innsiglaði Riqui Puig sigurinn á 89. mínútu.

Barca er í þriðja sæti, með 37 stig eftir 19 umferðir. Börsungar eru sjö stigum eftir toppliði Atletico Madrid sem á tvo leiki til góða.

Elche 0 - 2 Barcelona
0-1 Frenkie de Jong ('39)
0-2 Riqui Puig ('89)

Osasuna kom þá á óvart og skellti Granada er liðin mættust í dag.

Ante Budimir setti tvö í fyrri hálfleik en gestirnir frá Granada komust inn í leikinn í síðari hálfleik þegar Suarez Charris jafnaði.

Það var hart barist en heimamenn náðu að tryggja sér sigurinn á lokamínútunum.

Osasuna fer uppúr fallsæti með sigrinum og er með 19 stig eftir 20 umferðir. Granada er í Evrópubaráttu og hefði getað jafnað Real Sociedad í Evrópudeildarsæti með sigri.

Osasuna 3 - 1 Granada
1-0 Ante Budimir ('27)
2-0 Ante Budimir ('39)
2-1 Suarez Charris ('50)
3-1 J. Moncayola ('86)
Rautt spjald: F. Roncaglia, Osasuna ('88)

Í B-deildinni var Diego Jóhannesson Pando ónotaður varamaður er Real Oviedo gerði markalaust jafntefli við Logrones.

Oviedo er um miðja deild með 28 stig eftir 22 umferðir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner
banner