Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 24. janúar 2023 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton íhugar að ráða Hasenhuttl
Ralph Hasenhuttl.
Ralph Hasenhuttl.
Mynd: EPA
Everton er í stjóraleit sem stendur eftir að Frank Lampard var látinn fara í gær.

Þeir sem hafa hvað mest verið orðaðir við stöðuna eru Marcelo Bielsa og Sean Dyche. Þeir tveir eru áfram tveir líklegustu mennirnir til að taka við starfinu.

Sky Sports greinir frá því að Everton sé að íhuga að ráða Ralph Hasenhuttl, fyrrum stjóra Southampton, í starfið. Hasenhuttl var rekinn frá Southampton í nóvember eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Samkvæmt veðbönkum er Marcelo Bielsa talinn líklegastur, Sean Dyche er númer tvö, Sam Allardyce er númer þjú, Wayne Rooney er númer fjögur í röðinni og þeir Ralph Hasenhuttl og Duncan Ferguson eru svo næstir og taldir jafn líklegir.

Hasenhuttl er 55 ára gamall Austurríkismaður sem tók við starfinu hjá Southampton árið 2018 eftir að hafa stýrt RB Leipzig í tvö ár þar á undan.


Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir