mið 24. febrúar 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Hasenhuttl sakar sína menn um að hafa gefist upp
Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, sakar sína menn um að hafa gefist upp í 3-0 tapleiknum gegn Leeds í gær.

Hasenhuttl var ósáttur við hugarfar sinna manna sem fengu þrjú mörk á sig í seinni hálfleik og töpuðu sjöunda leiknum af síðustu átta.

„Þetta var verðskuldaður sigur Leeds því þeir höfðu meiri orku í seinni hálfleiknum. Við gáfum einfaldlega upp í seinni hálfleik og ég er ekki hrifinn af því," sagði Hasenhuttl.

„Við létum finna fyrir okkur í fyrri hálfleik en gáfum litla mótspyrnu í seinni hálfleiknum og létum þá hafa auðveldlega fyrir stigunum þremur. Veikleikar okkar komu bersýnilega í ljós."

Southampton er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner