Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. febrúar 2021 19:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Sterkt lið City - Lítil breidd hjá Real
Aymeric Laporte byrjar hjá Man City.
Aymeric Laporte byrjar hjá Man City.
Mynd: Getty Images
Isco er fremsti maður hjá Real Madrid.
Isco er fremsti maður hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Fyrri leikjunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld.

Borussia Mönchengladbach og Manchester City eigast við á Puskás-leikvanginum í Búdapest. Gladbach getur ekki spilað heimaleik sinn í Þýskalandi vegna kórónaveirunnar og því mætir liðið Manchester City í Ungverjalandi.

Manchester City hefur unnið 18 leiki í röð í öllum keppnum og þeir geta komið sér í mjög góða stöðu í einvíginu með því að vinna sinn 19. leik í röð í kvöld.

Pep Guardiola mætir mjög sterkt lið í þennan leik. Aymeric Laporte kemur inn í hjarta varnarinnar við hlið Ruben Dias. John Stones byrjar á bekknum. Stones og Dias hafa myndað magnað miðvarðarpar en líklega eru Dias og Laporte ekki mikið slakari saman.

Gladbach er í áttunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Gladbach: Sommer, Elvedi, Zakaria, Ginter, Lainer, Neuhaus, Kramer, Hofmann, Bensebaini, Pléa, Stindl.
(Varamenn: Sippel, Grün, Lang, Hermann, Thuram, Wolf, Beyer, Traore, Wendt, Lazaro, Jantschke, Embolo)

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Dias, Laporte, Cancelo, Rodrigo, Gundogan, Bernardo, Sterling, Foden, Jesus.
(Varamenn: Steffen, Carson, Stones, Aguero, Zinchenko, De Bruyne, Torres, Mendy, Fernandinho, Mahrez, Garcia, Doyle)

Á sama tíma spilar Atalanta við Real Madrid á Ítalíu. Meiðslalisti Madrídinga er langur og ferðuðust aðeins ellefu leikmenn aðalliðsins með liðinu en Zinedine Zidane verður með mikið af ungum leikmönnum á bekknum í þessari viðureign.

Isco byrjar sem fremsti maður þar sem Karim Benzema er meiddur. Breiddin hefur oft verið meiri hjá Madrídingum á varamannabekknum, það verður að viðurkennast.

Josip Ilicic byrjar á bekknum hjá Atalanta, sem kom á óvart með því að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra.

Byrjunarlið Atalanta: Gollini, Toloi, Romero, Djimsiti, Mæhle, De Roon, Freuler, Gosens, Pessina, Zapata, Muriel.
(Varamenn: Rossi, Sportiello, Sutalo, Palomino, Lammers, Caldara, Malinovskyi, Ruggeri, Miranchuk, Ilicic, Pasalic)

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Vazquez, Varane, Nacho, Mendy, Kroos, Casemiro, Modric, Asensio, Isco, Vinicius.
(Varamenn: Lunin, Altube, Mariano, Arribas, Blanco, Chust, Duro, Gutierrez)
Athugasemdir
banner
banner
banner