fös 24. febrúar 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Garnacho stráir salti í sár Barcelona
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Barcelona er að sleikja sárin eftir tapið gegn Manchester United í Evrópudeildinni. Táningurinn Alejandro Garnacho ákvað að strá salti í sárin á Instagram.

Garnacho, sem er 18 ára, spilaði síðustu 23 mínúturnar í leiknum en eftir 2-1 sigur United lék hann eftir fagn Pedri, sem er vanur því að mynda kíki með höndunum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Pedri lék ekki leikinn í gær vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri leiknum.

Garnacho birti mynd af sér að taka fagnið og skrifaði við 'Stóra liðið fer áfram'. Garnacho var í yngri flokkum Atletiuco Madrid og ólst upp á Spáni.

Spænskir fjölmiðlar segja ljóst að Garnacho muni ekki fá góðar móttökur næst þegar hann spilar á Nývangi.

Annars skartaði Garnacho nýrri greiðslu í leiknum í gær en eins og sjá má hefur hann aflitað hár sitt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner