Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 24. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Arsenal mætir Newcastle í kvöld
Man Utd tekur á móti Fulham og Man City heimsækir Bournemouth
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í enska boltanum í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í úrvalsdeildinni og hefjast fjórir þeirra samtímis.

Manchester United, Aston Villa og Brighton eiga heimaleiki klukkan 15:00 og þurfa öll þessi lið sigur í baráttunni um Evrópusæti. Man Utd og Villa eru með í baráttunni um meistaradeildarsæti á meðan Brighton er nær evrópudeildarsætinu, sex stigum á eftir Rauðu djöflunum.

Rauðu djöflarnir verða án Rasmus Höjlund gegn Fulham alveg eins og Brighton verður án Joao Pedro gegn Everton, en Aston Villa er ekki að glíma við alvarleg meiðslavandræði þó að þrír miðverðir liðsins séu meiddir.

Crystal Palace tekur svo á móti Burnley í fallbaráttuslag þar sem Oliver Glasner þreytir frumraun sína sem fótboltastjóri í enska boltanum.

Englandsmeistarar Manchester City heimsækja svo Bournemouth áður en Arsenal og Newcastle eigast við í lokaleik kvöldsins.

Leikir dagsins:
15:00 Crystal Palace - Burnley
15:00 Aston Villa - Nott. Forest
15:00 Brighton - Everton
15:00 Man Utd - Fulham
17:30 Bournemouth - Man City
20:00 Arsenal - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner