Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 24. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Rasmus Christiansen (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Alltaf gott að eiga einn Guðjón Pétur Lýðsson
Alltaf gott að eiga einn Guðjón Pétur Lýðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert vissi að TG9 myndi klikka
Albert vissi að TG9 myndi klikka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson
Andri Adolphsson
Mynd: Hulda Margrét
Ívar Örn Jónsson
Ívar Örn Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Sigurður
Sveinn Sigurður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus er danskur varnarmaður sem kom til íBV árið 2010. Hann var í þrjú ár áður en hann hélt til Noregs og gekk í raðir Ull/Kisa fyrir tímabilið 2013. Árið 2015 gekk hann í raðir KR og lék í Vesturbænum í eitt sumar. Þaðan fór hann á Hlíðarenda og þar hefur hann haldið sig ef frá er talið sumarið 2019 þegar hann var að láni hjá Fjölni.

Hann lék á sínum tíma unglingalandsleiki og á að baki 199 leiki í deild og bikar hér á Íslandi. Á síðasta tímabili var hann í liði ársins þegar Valur varð Íslandsmeistari. Í dag sýnir Rasmus á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Rasmus Steenberg Christiansen

Gælunafn: Ralle. Í Danmörku hef ég allaf verið kallað Ras - en það gengur víst ekki alveg hér á Íslandi

Aldur: 31

Hjúskaparstaða: Í Sambandi og ein 3 ára dóttir, Guðmunda Hanne.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það hefur verið 14 eða 15 ára í deildarleik með varaliðinu í Lyngby.

Uppáhalds drykkur: Kaffi, helst Americano

Uppáhalds matsölustaður: Kopar eða The Coocoo´s Nest. Erfitt að velja á milli.

Hvernig bíl áttu: Toyota

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Chernobyl

Uppáhalds tónlistarmaður: John Mayer

Uppáhalds hlaðvarp: Millionærklubben. hlaðvarp um verðbréfamarkaðinn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þristur, Toblerone og Snickers kurl

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það er óliklegt að ég muni spila fyrir AB, en held að það er best að segja; “aldrei segja aldrei”

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Lenti í miklu veseni þegar ég spilaði á moti Atiba Hutchinson frá FCK

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Kasper Hjulmand og Thomas Frank þjálfuðu mig þegar ég tók mín fyrstu skref í meistaraflokki, þá lærði ég helling

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki hugmynd

Sætasti sigurinn: Siðasta sigurleikur

Mestu vonbrigðin: Var það ekki að tapa einnhverju úrslitaleik í 3. eða 4. flokki - nei ég veit það ekki…

Uppáhalds lið í enska: Ekkert

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Það er alltaf gott að eiga einn Guðjón Pétur Lýðsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Það verður mjög spennandi að fylgjast með systrunum Freyju og Evu Stefansdætrum sem og Sigríði Theodóru Guðmundsdóttur

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Það er erfitt að segja eftir að Tobias Thomsen flutti aftur heim til Danmerkur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elísa Viðarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Held að Messi hefði svarað Maradona, en þeir félagarnir geta deilt þessu.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sverrir Páll er flottur

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í ÍBV spilaði ég leik á móti Alberti Bryjnari Ingasyni og við vorum að tapa. Það voru fimm mínútur eftir af leiknum og við fáum aukaspyrna rétt fyrir utan teig. Tryggvi Guðmundsson er að fara að taka spyrnuna og Albert segir við mig: “Hann skora aldrei”. “Viltu veðja?” svara ég. Í stuttu máli gaf ég Alberti 5000 kr sem ég tók út í hraðbankanum þegar við hittumst á 900 Grillhús eftir leik.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki annað en að ég vil alltaf vera eins vel undirbúinn og hægt er.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hjólreiðum. Reyni að fylgjast með flestum keppnum en uppáhalds keppnin mín er Tour de France. Er bara að bíða eftir að vera kallaður inn sem sérfræðingur í þetta hér á landi!

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas eitthvað.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var ekki rosalegur góður í eðlisfræði. Annars var ég ágætur í flestu.

Vandræðalegasta augnablik: Það er langur listi. En síðasta skipti var öruggulega fyrir tveimur vikum siðan þegar ég var í Smáralind veifaði ég á fullu til nágranna míns sem var að veifa til eins sem var fyrir aftan mig

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Andri Adolphsson og Ívar Örn Jónsson til að hittast og ræða málin yfir kaffibolla á meðan að Sveinn Sigurður finnur leið til að koma okkur heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Veit ekki ef þetta er “sturlað” en hef aldrei smakkað Nocco.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ekki að þetta kemur óvart en það er aðdáunarvert sjá hvað Arnór Smárason er mikill atvinnumaður. Það er gaman að fylgjast með honum.

Hverju laugstu síðast: Örugglega að ég væri á leiðinni heim af æfingu en var ekki búinn að fara í sturtu.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Til Warren Buffet: Viltu sjá um fjárfestingar mínar fyrir mig?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner