Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mán 24. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Stjarnan
Stjarnan í Pepsi-deild karla er spáð 4. sæti í deildinni. Í dag er það Akureyringurinn, Ævar Ingi Jóhannesson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ævar Ingi Jóhannesson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Á ekki mörg gælunöfn en ákveðinn vinur minn kallar mig alltaf Hnetan. Það er alveg hræðilegt.

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Ég á glæsilega kærustu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2011 var fyrsti íslandsmótsleikur.

Uppáhalds drykkur: Úff mér dettur ekkert í hug.

Uppáhalds matsölustaður: Tokyo sushi og Haninn meiga deila þessu.

Hvernig bíl áttu:
Á VW golf sem hefur fylgt mér í nokkur ár, þjóðverjinn klikkar ekki.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Game of Thrones eru bestu þættirnir. Í augnablikinu eru það samt OJ Simpson vs the people og The night of

Uppáhalds tónlistarmaður: Hmmm Ed sheeran og hljómsveitin Alt J koma fyrst upp í hugann.

Uppáhalds samskiptamiðill: Facebook líklegast

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Ætli Sindri Björnsson fái ekki þennan titil. Honum tekst einhvernvegin að vera á sama tíma besti og versti snapchat vinur minn. Mjög erfitt að útskýra en ég veit að það eru fleiri sem að tengja við þetta.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Skiptir mig litlu máli á meðan það er Brynjuís, en Mars,bláber og Oreo er eitruð blanda

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Amen

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei sagði einhver en ég er ekki líklegur að fara hinumegin við Glerá.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Adrien Rabiot og Kingsley Coman.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þeir eru alveg nokkuð margir, mér dettur samt enginn í hug núna en það hlýtur að vera einhver úr Þór samt. Líklegast Baldvin Rúnarsson og Jónas Björgvin í gamla daga. Þeir unnu okkur alltaf.

Sætasti sigurinn: Að vinna Frakka á Kópavogsvelli var geggjað.

Mestu vonbrigðin: Tvennt sem ég get valið hér: Að komast ekki upp með KA 2015 og að komast ekki á lokamótið núna með U21

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alltof margir sem koma til greina, en ég vel vin minn Grímsa.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Færa leiktímana í Pepsi deildinni. Ég held að fimmtudagar og föstudagar gætu orðið golden tímasetning. Meiri stemning, fólk að detta í helgina og eintóm gleði.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Albert Guðmundsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Á rosa erfitt með að velja bara einn þar sem að Eyjólfur Héðins bað mig um að nefna sig. Hinn er Ívar Örn Árnason í KA.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þór/KA og Stjörnuliðið mega deila þessu.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Eyjólfur Héðins er rosalegur það stoppar ekkert þennan mann.

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri og svo er Garðabær að koma sterkur inn.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í einhverjum leik á KA velli sumarið 2015 kom strípalingur hlaupandi inná völlinn og ef mig minnir rétt þá hljóp Ragnar Heiðar Sigtryggsson núverandi stjórnarmaður hjá Vestra hann uppi og tæklaði hann í grasið fyrir utan völlinn. Það var alveg mjög furðuleg en skemmtileg sjón.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kíki nú oftast á símann minn og athuga hvort það sé eitthvað spennandi þar, annars bara borða morgunmat og koma mér í skólann

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:
Já ég fylgist vel með íþróttum. Ég hafði þó aldrei horft á körfu á Íslandi af einhverju viti fyrr en núna þar sem að það er orðin geggjuð umfjöllun um hana.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Hypervenom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Virkilega lélegur í öllu sem tengist vandvirkni. Skrift, myndlist og handavinna voru bras þegar ég var yngri. Kann reyndar ekki ennþá að skrifa

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Smuk som er stjerneskud sem að Olsen bræðurnir gerðu ógleymanlegt er á toppnum.. Annars finnst mér Is it true með Jóhönnu alltaf yndislegt og Wig Wam komu líka með einn alvöru banger árið 2005 sem er í miklu uppáhaldi.

Vandræðalegasta augnablik: Í leik í þriðjaflokki gegn Tindastól klúðraði ég víti og skoraði sjálfsmark á 2 minútum. Það hlýtur að vera eitt vandræðalegasta moment á mínum ferli. Ásamt því að hafa farið að grenja á ELDRA ári á N1 mótinu fyrir framan fullt af fólki því við vorum að tapa 2-1 gegn Fjarðabyggð.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi líklega taka Bödda löpp til að berjast við dýrin, Davíð Rúnar fyrirliða KA því hann er mjög klár og svo Grétar Sigfinn vin minn til að fljúga okkur heim.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með ótrúlega þykkt og gott hár.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: Stjarnan
Rúnar Páll: Bærinn fer á hliðina við þetta
Gerði beinagrind vinsæla á Snapchat
Athugasemdir
banner
banner
banner