„Mér fannst við góðir í dag, mér fannst frábær barátta í liðinu, við þorðum að hafa boltann og náðum að setja góðan þrýsting á Valsliðið og þá sérstaklega í seinni hálfleiklnum. Fengum á okkur eitt skítamark en það telur ansi mikið og mér fannst við eiga skilið að fá meira út úr leiknum. “
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um leik sinna manna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Val í Keflavík í kvöld.
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um leik sinna manna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Val í Keflavík í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Valur
Keflvíkingar búa að því að leikmaður sem fyrirfram var búist við að yrði lítið með í sumar hefur náð sér nægjanlega til að spila með en Rúnar Þór Sigurgeirsson átti ágætis leik fyrir Keflavík í kvöld og virðist vera í fínu formi.
„Rúnar er einn af bestu leikmönnum liðsins og er A-landsliðsmaðurinn okkar. Það munar miklu fyrir okkur að hafa hann og hann var frábær í dag og þegar hann kemur fram á völlinn með vinstri fótinn sinn þá myndast alltaf hætta og það gefur okkur sjálfstraust líka að hafa hann í liðinu.“
Nokkrir leikmenn Keflavíkur eins og Nacho Heras og Sindri Snær Magnússon eru enn á meiðslalistanum. Á Siggi Raggi von á þeim fljótlega?
„Vonandi kemur Nacho inn en Sindri Snær fékk smá bakslag og ég veit ekki hvenær hann verður klár. Svo eigum við leikmann sem að heitir Ivan sem að er úr Úkraínsku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður. “
Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir