Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
   sun 24. apríl 2022 21:16
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Fengum á okkur eitt skítamark
Sigurður Ragnar og Haraldur aðstoðarþjálfari hans
Sigurður Ragnar og Haraldur aðstoðarþjálfari hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við góðir í dag, mér fannst frábær barátta í liðinu, við þorðum að hafa boltann og náðum að setja góðan þrýsting á Valsliðið og þá sérstaklega í seinni hálfleiklnum. Fengum á okkur eitt skítamark en það telur ansi mikið og mér fannst við eiga skilið að fá meira út úr leiknum. “
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um leik sinna manna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Val í Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Valur

Keflvíkingar búa að því að leikmaður sem fyrirfram var búist við að yrði lítið með í sumar hefur náð sér nægjanlega til að spila með en Rúnar Þór Sigurgeirsson átti ágætis leik fyrir Keflavík í kvöld og virðist vera í fínu formi.

„Rúnar er einn af bestu leikmönnum liðsins og er A-landsliðsmaðurinn okkar. Það munar miklu fyrir okkur að hafa hann og hann var frábær í dag og þegar hann kemur fram á völlinn með vinstri fótinn sinn þá myndast alltaf hætta og það gefur okkur sjálfstraust líka að hafa hann í liðinu.“

Nokkrir leikmenn Keflavíkur eins og Nacho Heras og Sindri Snær Magnússon eru enn á meiðslalistanum. Á Siggi Raggi von á þeim fljótlega?

„Vonandi kemur Nacho inn en Sindri Snær fékk smá bakslag og ég veit ekki hvenær hann verður klár. Svo eigum við leikmann sem að heitir Ivan sem að er úr Úkraínsku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner