Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 15:45
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Van Nistelrooy enn óákveðin - „Ég er að bíða eftir því“
Mynd: EPA
Ekki er enn víst hvort Ruud van Nistelrooy verði áfram stjóri Leicester City á næstu leiktíð en hann segist hafa fundað reglulega með stjórninni síðustu vikur og mánuði.

Van Nistelrooy tók við Leicester undir lok síðasta árs en á tíma hans hefur liðið aðeins unnið tvo deildarleiki og er það nú staðfest að það mun leika í B-deildinni á næsta ári.

Liðið á eftir að spila fimm leiki í viðbót og er talið ólíklegt að hann verði áfram við stjórn en van Nistelrooy segir þó sjálfur að ekkert sé ákveðið í þessum málum.

„Það sem ég get sagt er að ég hef átt samtöl við stjórnina og stjórnarformanninn síðustu mánuði og þeir vita hvar ég stend og hvað mér finnst að nauðsynlegt sé að gera í þessari stöðu og fram að næstu leiktíð.“

„Þessi samtöl hafa átt sér stað síðustu vikur og þetta eru í raun einu fréttirnar sem ég get fært ykkur. Það er mikilvægt að allir séu að róa í sömu átt og því fyrr því betra. Ég er orðinn náinn mörgum frábærum manneskjum sem vinna hér og er mitt plan að horfa fram veginn og koma félaginu aftur á réttu brautina og byggja það upp ásamt fólkinu sem vinnur hér.“

„Ég er að bíða eftir því að við náum saman og því fyrr því betra. Þannig er staðan í augnablikinu,“
sagði Van Nistelrooy um framtíðina.

Van NIstelrooy er samningsbundinn Leicester til 2027 og þyrfti félagið að greiða háa upphæð til að fá hann lausan, sem er hægara sagt en gert í þeirri fjárhagsstöðu sem félagið er í.
Athugasemdir
banner
banner