Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
   fim 24. maí 2018 22:55
Sævar Ólafsson
Fúsi: Fórum svolítið í grunngildin
Fúsi stýrði Leiknisliðinu til fyrsta sigurs tímabilsins
Fúsi stýrði Leiknisliðinu til fyrsta sigurs tímabilsins
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Leiknir úr Breiðholti sótti mikilvægan fyrsta sigur í Inkasso deildinni þegar nágrannar þeirra ÍR komu í heimsókna á gervigrasið á Leiknisvelli. Vigfús Arnar Jósepsson aðstoðarþjálfari liðsins var í brúnni í dag í ljósi brottvikningar Kristófers Sigurgeirssonar í byrjun vikunnar.

“Við fórum svolítið í grunngildin – við höfum verið að tapa leikjum á því að klikka á grunnatriðunum, dekkning, vinna annan bolta, og þessi litli atriði og við vorum svolítið að fókusera á þau og að klára þau vel” svaraði Fúsi aðspurður um hvaða hluti var lagt upp með fyrir leikinn mikilvæga.




Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 ÍR

“Við vildum vera svo aðeins áræðnari á að spila vel – halda boltanum og halda í hann og búa til eitthvað á síðasta þriðjung – búa til færi og það gekk bara svona helvíti vel í dag” bætti hann svo við.

Leiknisliðið gerði vel og refsaði ÍR liðinu fyrir einstaklingsmisstök og sat á tveggja marka forystu í hálfleik. Svo í síðari hálfleik dró til tíðinda þegar Jóhann dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu.

“Frá mínu sjónarhorni var þetta bara pjúra víti og reyndar í fyrsta skipti sem ég sé leikmann fá víti fyrir að spila góða vörn – góð boltapress og kemst framfyrir manninn og víti frá mínu sjónarhorni” sagði Fúsi um vítaspyrnuna.

Lokamínúturnar voru spennuþrungnar þar sem gestirnir voru aðgangsharðir og hefði ef til vill með smá heppni getað minnkað muninn enn frekar.

“Ekkert stress – kannski örlítið, það er kannski fylgifiskur að vera í smá brekku og sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni, menn verða kannski aðeins passífir og hraðinn dettur aðeins niður. Við duttum aðeins niður en við héldum áfram að dekka vel og þessi grunngildi sem við töluðum um áðan – þau voru bara í fínu standi”

Sökum tæknilegra mistaka er viðtalið því miður ekki í landscape og er beðist forláts á því en viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner