
Þór/KA vann öruggan sigur á Tindastóli í Boganum í kvöld. Hulda Björg Hannesdóttir leikmaður Þór/KA ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór/KA 5 - 0 Tindastóll
„Við vissum að þær kæmu klárlega sterkari til baka, við vitum að þær eru ekkert að fara gefast upp. Það þurfti að mótivera sig að halda áfram. Við vorum ekki búnar að vinna neitt í hálfleik. Við komum aðeins sloj í byrjun seinni hálfleiks svo náum við inn einu marki og klárum þetta," sagði Hulda Björg.
Margar ungar og efnilegar komu við sögu hjá Þór/KA í kvöld. Hin 14 ára gamla Bríet Fjóla Bjarnadóttir var meðal þeirra.
„Hún er í þriðja flokki og ég er að þjálfa þriðja flokk. Það er fyndið að hafa hana inn í klefanum fyrir leiki og í liðinu bara. Hún er gríðarlega efnilegur leikmaður eins og þær allar sem eru á bekknum. Ef hún heldur rétt á spöðunum mun henni ganga vel í framtíðinni," sagði Hulda BJörg.
Hulda er gríðarlega ánægð með tímabilið til þessa.
„Ég lendi aðeins í meiðslum á undirbúningstímabilinu en næ að koma mér í stand. Er enn að koma mér í betra og betra stand," sagði Hulda.