Dómnefnd Fótbolta.net lagðist undir feld í dag og setti saman topp tíu lista með nýjum stjörnum í Pepsi-deildinni þetta sumarið.
Eftir þrætur, rökræður og öskur í myndavélar hefur verið komist að niðurstöðu sem sjá má hér að neðan.
Lesendum er velkomið að vera ósammála í ummælakerfinu!
Eftir þrætur, rökræður og öskur í myndavélar hefur verið komist að niðurstöðu sem sjá má hér að neðan.
Lesendum er velkomið að vera ósammála í ummælakerfinu!
10. Ásgeir Marteinsson (ÍA) - Byrjaði tímabilið á bekknum en hefur fengið frjálsræði í sóknarleiknum undanfarna leiki og náð að blómstra eftir að hafa ekki náð sér á strik með Fram í fyrra.
9. Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir): Ástríðan í húðflúruðum fyrirliða Leiknismanna skín í gegn. Elskar að skora og taka stuttbuxnafagnið sitt.
8. Árni Snær Ólafsson (ÍA) - Markvörður Skagamanna er ekki hár í loftinu en lætur það alls ekki aftra sér. Lipur og með spyrnutækni sem aðrir öfunda hann af. Oft eins og leikstjórnandi hjá Skaganum.
7. Davíð Örn Atlason (Víkingur) - Meiðsli hafa aftrað honum á ferlinum og í fyrra lék hann með Dalvík/Reyni. Hefur sprungið út í sumar og spilar stórt hlutverk hjá Víkingum.
6. Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir) - Heilinn í sóknarleik Leiknismanna. Skotmaður góður og leikmaður sem Leiknir treystir á að sé í stuði.
5. Þórir Guðjónsson (Fjölnir) - Stóð sig vel í fyrra en er kominn enn hærra núna og fer því í þennan flokk. Hefur verið magnaður í spútnikliðinu úr Grafarvoginum.
4. Thomas Guldborg Christensen (Valur) - Daninn er einmitt púslið sem vantaði í Valsliðið. Gríðarlegur leiðtogi í vörninni með reynslu og kraft.
3. Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) - Hefur varla stigið feilspor inni á vellinum og verið gríðarlega öflugur á miðju Blikaliðsins. Sjálfstraustið geislar af honum.
2. Jacob Schoop (KR) - Fagnaðarefni að fá svona gæðaleikmann inn í deildinni. Hrikalega góður miðjumaður sem KR-ingar nældu í.
Athugasemdir