West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   mán 24. júní 2024 21:00
Brynjar Ingi Erluson
UEFA gefur grænt ljós á grímu Mbappe
Mynd: EPA
UEFA, fótboltasamband Evrópu, hefur gefið grænt ljós á andlitsgrímu franska sóknarmannsins Kylian Mbappe. RMC Sport greinir frá þessum tíðindum.

Mbappe nefbrotnaði í fyrsta leik franska liðsins í leik gegn Austurríki og var því ekki með í öðrum leiknum gegn Hollandi.

Hann hefur æft með sérhannaða grímu í litum franska liðsins, en sú gríma er ekki leyfileg samkvæmt reglugerð UEFA.

Í dag sást hann æfa með svarta grímu en fótboltasambandið hefur samþykkt hana samkvæmt RMC Sport.

Framherjinn verður líklega með gegn Póllandi á morgun en Frökkum nægir stig til að komast í 16-liða úrslit.


Athugasemdir
banner
banner