Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júlí 2020 14:00
Innkastið
Hornspyrnur á Víking eins og vítaspyrnur
Úr leiknum á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.
Úr leiknum á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur R. gerði 1-1 jafntefli við Gróttu á útivelli í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi. Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði mark Gróttu eftir hornspyrnu snemma leiks.

Um síðustu helgi fékk Víkingur á sig tvö mörk eftir hornspyrnur gegn ÍA.

„Þetta er ekki hægt lengur. Þetta er orðið eins og vítaspyrnur. Ef Víkingur fær á sig 3-4 horn í leik þá er það gefins mark," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu í gær.

„Til hvers ertu með Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) inn í teignum ef þeir geta ekki skallað í burtu. Þetta mark kom reyndar ekki í gegnum þá. Það eru 3-4 turnar inn á og restin eru dvergar. Þetta getur verið bras."

„Ég vil líka að landsliðsmarkvörðurinn minn (Ingvar Jónsson) geri eitthvað. Í guðanna bænum. Í hverjum einasta leik pakka andstæðngarnir inn á markteiginn, honum er ekki sýnd meiri virðing en það."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið en þar var einnig rætt um upplegg Víkinga í leiknum og taktíkskar breytingar hjá Arnari Gunnlaugssyni.
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Athugasemdir
banner