FC Bayern og Paris Saint-Germain eru í harðri baráttu um kantmanninn fjölhæfa Désiré Doué, leikmann Rennes í Frakklandi.
Rennes vill ekki selja stjörnuleikmanninn sinn en neyðist til þess útaf gríðarlega miklum áhuga frá tveimur af stærstu fótboltafélögum heims.
Rennes hafnaði kauptilboði frá Bayern í leikmanninn fyrir rúmri viku síðan en nú hefur þýska stórveldið sent nýtt og endurbætt tilboð í leikmanninn.
Talið er að nýja tilboðið hljóði upp á meira en 50 milljónir evra með árangurstengdum aukagreiðslum og ljóst að PSG þarf að koma með svipað tilboð til að geta barist um þennan bráðefnilega táning.
Doué er aðeins 19 ára gamall en tókst að skora fjögur mörk og gefa fimm stoðsendingar í 31 deildarleik á síðustu leiktíð.
Það verður erfitt fyrir hann að velja á milli Bayern og PSG. Félög úr ensku úrvalsdeildinni sýndu Doué einnig áhuga í sumar en hafa dregið sig úr kapphlaupinu.
Doué hefur í heildina spilað 63 keppnisleiki á tveimur árum hjá Rennes og hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Frakklands.
Hann skoraði 7 mörk í 17 leikjum fyrir U17 landsliðið og er partur af landsliðshópi Frakka fyrir Ólympíuleikana í París.
Athugasemdir