Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 24. júlí 2024 21:30
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Við verðum að skora
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að miðað við færin sem við sköpuðum okkur í leiknum þá áttum við skilið meira. Hvað framlag leikmanna varðar þá get ég ekki beðið um meira. Með stelpur fæddar 2009, 2006 og meira að spila þá get ég ekki beðið um meira en við verðum samt að klára svona færi.“ Sagði svekktur Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur undir söng dóttur sinnar er Fótbolti.net spjallaði við hann eftir 0-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Leikurinn var að fara eftir plani eins og við settum hann upp og hvað ég bað stelpurnar um að gera. Við í raun fengum það sem við vildum fyrir utan úrslitin. Við sköpuðum færin og vörðumst vel en við verðum að skora.“

Sigurmarkið í leiknum var af dýrari gerðinni er skot Huldu Ósk Jónsddóttur söng í samskeytunum. Það er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir svona mörk?

„Hún er frábær leikmaður og komst í skotfæri og fann hornið. Vera reyndi sitt besta en þetta var bara glæsileg afgreiðsla.“

Keflavík er á botni deildarinnar og verður að líkindum í fallriðli hennar er henni verður skipt upp eftir 18 umferðir. Hvað þarf liðið að gera til að fá úrslit með frammstöðu í komandi leikjum?

„Það er góður andi hjá stelpunum þrátt fyrir töp á útivelli gegn Val og hér heima gegn Þór/KA, þetta eru virkilega sterk lið. Frammistaða okkar hefur verið þannig að hún sýnir karakterinn og að hugurinn sé á réttum stað. Þetta er ungur hópur en þær hafa það sem til þarf, núna snýst þetta bara um að koma þessu yfir línuna.“
Athugasemdir
banner