Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   mið 24. júlí 2024 21:30
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Við verðum að skora
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að miðað við færin sem við sköpuðum okkur í leiknum þá áttum við skilið meira. Hvað framlag leikmanna varðar þá get ég ekki beðið um meira. Með stelpur fæddar 2009, 2006 og meira að spila þá get ég ekki beðið um meira en við verðum samt að klára svona færi.“ Sagði svekktur Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur undir söng dóttur sinnar er Fótbolti.net spjallaði við hann eftir 0-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Leikurinn var að fara eftir plani eins og við settum hann upp og hvað ég bað stelpurnar um að gera. Við í raun fengum það sem við vildum fyrir utan úrslitin. Við sköpuðum færin og vörðumst vel en við verðum að skora.“

Sigurmarkið í leiknum var af dýrari gerðinni er skot Huldu Ósk Jónsddóttur söng í samskeytunum. Það er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir svona mörk?

„Hún er frábær leikmaður og komst í skotfæri og fann hornið. Vera reyndi sitt besta en þetta var bara glæsileg afgreiðsla.“

Keflavík er á botni deildarinnar og verður að líkindum í fallriðli hennar er henni verður skipt upp eftir 18 umferðir. Hvað þarf liðið að gera til að fá úrslit með frammstöðu í komandi leikjum?

„Það er góður andi hjá stelpunum þrátt fyrir töp á útivelli gegn Val og hér heima gegn Þór/KA, þetta eru virkilega sterk lið. Frammistaða okkar hefur verið þannig að hún sýnir karakterinn og að hugurinn sé á réttum stað. Þetta er ungur hópur en þær hafa það sem til þarf, núna snýst þetta bara um að koma þessu yfir línuna.“
Athugasemdir
banner
banner