Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 24. júlí 2024 21:30
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Við verðum að skora
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að miðað við færin sem við sköpuðum okkur í leiknum þá áttum við skilið meira. Hvað framlag leikmanna varðar þá get ég ekki beðið um meira. Með stelpur fæddar 2009, 2006 og meira að spila þá get ég ekki beðið um meira en við verðum samt að klára svona færi.“ Sagði svekktur Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur undir söng dóttur sinnar er Fótbolti.net spjallaði við hann eftir 0-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Leikurinn var að fara eftir plani eins og við settum hann upp og hvað ég bað stelpurnar um að gera. Við í raun fengum það sem við vildum fyrir utan úrslitin. Við sköpuðum færin og vörðumst vel en við verðum að skora.“

Sigurmarkið í leiknum var af dýrari gerðinni er skot Huldu Ósk Jónsddóttur söng í samskeytunum. Það er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir svona mörk?

„Hún er frábær leikmaður og komst í skotfæri og fann hornið. Vera reyndi sitt besta en þetta var bara glæsileg afgreiðsla.“

Keflavík er á botni deildarinnar og verður að líkindum í fallriðli hennar er henni verður skipt upp eftir 18 umferðir. Hvað þarf liðið að gera til að fá úrslit með frammstöðu í komandi leikjum?

„Það er góður andi hjá stelpunum þrátt fyrir töp á útivelli gegn Val og hér heima gegn Þór/KA, þetta eru virkilega sterk lið. Frammistaða okkar hefur verið þannig að hún sýnir karakterinn og að hugurinn sé á réttum stað. Þetta er ungur hópur en þær hafa það sem til þarf, núna snýst þetta bara um að koma þessu yfir línuna.“
Athugasemdir
banner