Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður aðaldómari á leik belgíska stórliðsins KAA Gent gegn Víkingi frá Leirvík í Færeyjum.
Hann leiðir fjögurra manna íslenskt dómarateymi á leiknum sem fer fram í Belgíu annað kvöld.
Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs fara með honum sem aðstoðardómarar og þá verður Elías Ingi Árnason fjórði dómari.
Helgi Mikael Jónasson verður þá aðaldómari á leik Cliftonville gegn FK Auda í Belfast í kvöld.
22.07.2024 13:31
Helgi Mikael dæmir í Belfast
Athugasemdir