Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 13:31
Elvar Geir Magnússon
Helgi Mikael dæmir í Belfast
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenskur dómarakvartett verður á viðureign Norður-írska liðsins Cliftonville og FK Auda frá Lettlandi þegar liðin mætast í Sambandsdeildinni í Belfast á miðvikudag.

Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn en þess má geta að sigurliðið í þessari viðureign gæti mætir Breiðabliki í næstu umferð, ef Blikar slá út Drita frá Kosóvó.

Dómari: Helgi Mikael Jónasson.

Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson.

Fjórði dómari: Ívar Orri Kristjánsson.
Athugasemdir
banner