Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 17:29
Elvar Geir Magnússon
Alfons ósáttur og gæti farið frá Birmingham
Alfons er ekki sáttur með gang mála.
Alfons er ekki sáttur með gang mála.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Al­fons Samp­sted hugsar sér til hreyfings frá Birmingham en hann hefur ekki verið í hóp í æfingaleikjum liðsins í aðdraganda tímabilsins og er ósáttur við hlutskipti sitt.

Birmingham spilar í Championship-deildinni eftir að hafa unnið C-deildina á síðasta tímabili.

„Maður er ekki jafn­mikið inni í mynd­inni og maður myndi vilja kjósa. Þannig að ég er að líta á hvaða mögu­leik­ar eru í boði," segir Al­fons í sam­tali við mbl.is.

Al­fons gekk til liðs við Bir­ming­ham á síðasta ári á láni frá Twente. Birmingham ákvað síðan í sum­ar að nýta sér kaupá­kvæði í láns­samn­ingi Al­fons.

„Ég er að ræða við Bir­ming­ham um hvaða skil­yrðum við erum að vinna eft­ir og hvaða mögu­leik­ar eru í boði. Það er eitt­hvað í gangi en ekk­ert uppi á borði," segir Alfons.

Hér má sjá mark sem Alfons skoraði í æfingaleik með varaliði Birmingham í gær:

Athugasemdir
banner