Alfons Sampsted hugsar sér til hreyfings frá Birmingham en hann hefur ekki verið í hóp í æfingaleikjum liðsins í aðdraganda tímabilsins og er ósáttur við hlutskipti sitt.
Birmingham spilar í Championship-deildinni eftir að hafa unnið C-deildina á síðasta tímabili.
Birmingham spilar í Championship-deildinni eftir að hafa unnið C-deildina á síðasta tímabili.
„Maður er ekki jafnmikið inni í myndinni og maður myndi vilja kjósa. Þannig að ég er að líta á hvaða möguleikar eru í boði," segir Alfons í samtali við mbl.is.
Alfons gekk til liðs við Birmingham á síðasta ári á láni frá Twente. Birmingham ákvað síðan í sumar að nýta sér kaupákvæði í lánssamningi Alfons.
„Ég er að ræða við Birmingham um hvaða skilyrðum við erum að vinna eftir og hvaða möguleikar eru í boði. Það er eitthvað í gangi en ekkert uppi á borði," segir Alfons.
Hér má sjá mark sem Alfons skoraði í æfingaleik með varaliði Birmingham í gær:
The assist. The finish.
— Birmingham City FC (@BCFC) July 24, 2025
A goal worthy of winning any game. ?? pic.twitter.com/8df7Qjo7HX
Athugasemdir